Lífið

Helvítis kokkurinn: Pasta með cajun kjúlla

Elísabet Hanna skrifar
Ljúffengt pasta fyrir alla.
Ljúffengt pasta fyrir alla. Skjáskot

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega.

Í þetta skiptið er það alfredo pasta með blackened cajun kjúlla og tómat bruchetta. Uppskriftina úr þættinum má sjá hér að neðan:

Klippa: Helvitis kokkurinn - Pasta með Cajun kjúlla

Cajun kjúlli

  • 4 kjúklingabringur
  • 1/2 msk svartur pipar
  • 1 msk hvítlauksduft
  • 1 msk cayenne pipar
  • 1 msk oregano
  • 1 msk chilli
  • 1 msk cumin
  • 2 msk paprikuduft
  • salt
  • 2 msk smjör
  • 2 msk olía

Pasta með Alfredo sósu

  • 400 gr tagliatelle pasta
  • 3 msk smjör
  • 2 msk olía
  • 1 skallot laukur
  • 2 hvítlauksrif
  • 400 ml rjómi
  • 100 gr rifinn parmesan ostur
  • salt og pipar

Bruchetta

  • 4 sneiðar grillað súrdeigsbrauð
  • 1 rif hvítlaukur
  • 200 gr piccolo tómatar
  • 1/2 búnt basil
  • salt og pipar
  • 1 msk olía
  • 1/2 skallot laukur
Namm!Helvítis kokkurinn

Aðferð:

  1. Blandið kryddum saman og veltið kjúklingabringum upp úr. Steikið kjúkling á pönnu með smjöri og olíu í 7-9 mínútur á hvorri hlið.
  2. Skerið tómata, lauk og basil og blandið saman við olíu. Kryddið með salti og pipar. Penslið brauðið með olíu og nuddið brauðið með hvítlauk. Grillið brauðið og raðið tómatblöndunni ofan á.
  3. Skerið niður lauk og hvítlauk og kraumið á pönnu með olíu og smjöri í 5 mín. Bætið rjóma og parmesan osti út í og látið suðu koma upp. Kryddið með salti og pipar. Sjóðið pasta í saltvatni. Sigtið pasta og blandið út í sósu.

Njótið!


Tengdar fréttir

Helvítis kokkurinn: Fish & Ships

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega.

Helvítis kokkurinn: Kjúklingasamloka með Bourbon-Beikon sultu

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega.

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn

Ívar Örn Hansen er að fara af stað með matreiðsluþættina Helvítis kokkurinn hér á Vísi og á Stöð 2+ þar sem hann eldar bragðgóðan mat á mannamáli og sleppir öllu kjaftæðinu. Sjálfur er hann mikill matarunnandi sem elskar að gleðja aðra með góðum mat.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×