Unnið að friðlýsingu Fjaðrárgljúfurs Atli Ísleifsson skrifar 21. júní 2022 09:08 Fjaðrárgljúfur hefur notið mikilla vinsælda meðal ferðamanna undanfarin ár. UNSPLASH/MARTIN SANCHEZ Unnið verður að friðlýsingu Fjaðrárgljúfurs eftir að jörðin Heiði skipti um eigendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu þar sem segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og kaupandi jarðarinnar Heiði í Skaftárhreppi hafi gert með sér samkomulag sem kveður á um að ráðuneytið falli frá forkaupsrétti jarðarinnar nú, en að kaupandinn lýsi sig samþykkan því að vinna að friðlýsingu svæðisins enda telja aðilar hagsmunum gljúfursins best borgið með friðlýsingu. Í tilkynningunni segir ennfremur að í apríl hafi ráðuneytinu borist erindi þar sem óskað var efstir afstöðu ríkissjóðs til nýtingar forkaupsréttar vegna sölunnar á Heiði en hluti Fjaðrárgljúfurs, sem er á náttúruminjaskrá, er innan jarðarinnar. Ráðuneytið mat það svo að verndarþörf á svæðinu sé talsverð vegna mikils ágangs ferðamanna en hægt sé að ná markmiðum verndar án þess að ríkið gangi inn í kaupin. Það á að gera með friðlýsingu svæðisins og samkomulagi við nýjan eiganda þannig að vernd svæðisins og nauðsynleg uppbygging verði sameiginlegt verkefni ríkisins og nýs eiganda. Þá segir að innheimta gjalda skuli ekki verða til þess að skerða eða tálma frjálsa för einstaklinga, sem ekki nýta bílastæðið um hið friðlýsta svæði, eða grannsvæði þess samkvæmt reglum náttúruverndarlaga um almannarétt. Innheimta renni til uppbyggingar Innheimta og ráðstöfun gjalda sem tekin kunna að verða vegna lagningu vélknúinna farartækja skulu alfarið renna til uppbyggingar þjónustu, reksturs og innviða fyrir þá sem ferðast um svæðið. Eigendur annarra jarða sem Fjaðrárgljúfur er hluti af hafa einnig lýst sig viljuga til að vinna að friðlýsingu gljúfursins. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra að það sé ánægjulegt að samkomulag hafi náðst við kaupanda Fjaðrárgljúfurs um vernd svæðisins og eðlilegt að ríkið og eigendur standi saman að uppbyggingu þessarar náttúruperlu sem ferðamenn njóta þess að heimsækja. Áfram forkaupsréttur Forkaupsréttur ríkisins hvílir áfram á jörðinni komi hún aftur til eigendaskipta. Gljúfrið er afar vinsæll ferðamannastaður sem sló í gegn eftir að poppstjarnan Justin Bieber heimsótti það og tók þar upp tónlistarmyndband. Gljúfrið er hluti af jörðinni Heiði og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hljóðar samþykkt kauptilboð einkaaðilans upp á 300 til 350 milljónir króna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Stjórnvöld nýttu ekki forkaupsréttinn á Fjaðrárgljúfri Íslensk stjórnvöld nýttu sér ekki forkaupsrétt sem þau höfðu á Fjaðrárgljúfri en frestur til að nýta slíkan rétt er nú runninn út. 21. júní 2022 06:52 Sagðir vilja selja Fjaðrárgljúfur á hundruð milljóna króna Eigendur jarðar sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir hafa samþykkt kauptilboð í hana sem er sagt hlaupa á 300 til 350 milljónum króna. Ríkið á forkaupsrétt á gljúfrinu en er sagt hafa skamman tíma til að ákveða hvort það neyti hans. 10. maí 2022 08:56 Ráðherra hefur til 10. júní til að ákveða sig varðandi Fjaðrárgljúfur Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur til skoðunar forkaupsrétt ríkisins á jörðinni Heiði í Skaftárhreppi sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir. Ráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. 11. maí 2022 13:17 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu þar sem segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og kaupandi jarðarinnar Heiði í Skaftárhreppi hafi gert með sér samkomulag sem kveður á um að ráðuneytið falli frá forkaupsrétti jarðarinnar nú, en að kaupandinn lýsi sig samþykkan því að vinna að friðlýsingu svæðisins enda telja aðilar hagsmunum gljúfursins best borgið með friðlýsingu. Í tilkynningunni segir ennfremur að í apríl hafi ráðuneytinu borist erindi þar sem óskað var efstir afstöðu ríkissjóðs til nýtingar forkaupsréttar vegna sölunnar á Heiði en hluti Fjaðrárgljúfurs, sem er á náttúruminjaskrá, er innan jarðarinnar. Ráðuneytið mat það svo að verndarþörf á svæðinu sé talsverð vegna mikils ágangs ferðamanna en hægt sé að ná markmiðum verndar án þess að ríkið gangi inn í kaupin. Það á að gera með friðlýsingu svæðisins og samkomulagi við nýjan eiganda þannig að vernd svæðisins og nauðsynleg uppbygging verði sameiginlegt verkefni ríkisins og nýs eiganda. Þá segir að innheimta gjalda skuli ekki verða til þess að skerða eða tálma frjálsa för einstaklinga, sem ekki nýta bílastæðið um hið friðlýsta svæði, eða grannsvæði þess samkvæmt reglum náttúruverndarlaga um almannarétt. Innheimta renni til uppbyggingar Innheimta og ráðstöfun gjalda sem tekin kunna að verða vegna lagningu vélknúinna farartækja skulu alfarið renna til uppbyggingar þjónustu, reksturs og innviða fyrir þá sem ferðast um svæðið. Eigendur annarra jarða sem Fjaðrárgljúfur er hluti af hafa einnig lýst sig viljuga til að vinna að friðlýsingu gljúfursins. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfisráðherra að það sé ánægjulegt að samkomulag hafi náðst við kaupanda Fjaðrárgljúfurs um vernd svæðisins og eðlilegt að ríkið og eigendur standi saman að uppbyggingu þessarar náttúruperlu sem ferðamenn njóta þess að heimsækja. Áfram forkaupsréttur Forkaupsréttur ríkisins hvílir áfram á jörðinni komi hún aftur til eigendaskipta. Gljúfrið er afar vinsæll ferðamannastaður sem sló í gegn eftir að poppstjarnan Justin Bieber heimsótti það og tók þar upp tónlistarmyndband. Gljúfrið er hluti af jörðinni Heiði og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hljóðar samþykkt kauptilboð einkaaðilans upp á 300 til 350 milljónir króna.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Tengdar fréttir Stjórnvöld nýttu ekki forkaupsréttinn á Fjaðrárgljúfri Íslensk stjórnvöld nýttu sér ekki forkaupsrétt sem þau höfðu á Fjaðrárgljúfri en frestur til að nýta slíkan rétt er nú runninn út. 21. júní 2022 06:52 Sagðir vilja selja Fjaðrárgljúfur á hundruð milljóna króna Eigendur jarðar sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir hafa samþykkt kauptilboð í hana sem er sagt hlaupa á 300 til 350 milljónum króna. Ríkið á forkaupsrétt á gljúfrinu en er sagt hafa skamman tíma til að ákveða hvort það neyti hans. 10. maí 2022 08:56 Ráðherra hefur til 10. júní til að ákveða sig varðandi Fjaðrárgljúfur Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur til skoðunar forkaupsrétt ríkisins á jörðinni Heiði í Skaftárhreppi sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir. Ráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. 11. maí 2022 13:17 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Stjórnvöld nýttu ekki forkaupsréttinn á Fjaðrárgljúfri Íslensk stjórnvöld nýttu sér ekki forkaupsrétt sem þau höfðu á Fjaðrárgljúfri en frestur til að nýta slíkan rétt er nú runninn út. 21. júní 2022 06:52
Sagðir vilja selja Fjaðrárgljúfur á hundruð milljóna króna Eigendur jarðar sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir hafa samþykkt kauptilboð í hana sem er sagt hlaupa á 300 til 350 milljónum króna. Ríkið á forkaupsrétt á gljúfrinu en er sagt hafa skamman tíma til að ákveða hvort það neyti hans. 10. maí 2022 08:56
Ráðherra hefur til 10. júní til að ákveða sig varðandi Fjaðrárgljúfur Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur til skoðunar forkaupsrétt ríkisins á jörðinni Heiði í Skaftárhreppi sem Fjaðrárgljúfur tilheyrir. Ráðherra ætlar ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. 11. maí 2022 13:17