Fleiri bendlaðir við hvarfið í Amasonfrumskóginum Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2022 08:27 Alríkislögreglumenn bera kista með líkamsleifum sem fundust af Bruno Pereira og Dom Phillips í Amasonfrumskóginum. AP/Eraldo Peres Átta manns eru nú með réttarstöðu grunaðra í rannsókn brasilísku lögreglunnar á morðum á breskum blaðamanni og brasilískum sérfræðingi í frumbyggjum í Amasonfrumskóginum. Þrír hafa þegar verið handteknir vegna morðanna. Tveir bræður voru upphaflega handteknir en þeir játuðu að hafa drepið Dom Philipps, breskan blaðamann, og Bruno Pereira, frumbyggjafræðing, fyrr í þessum mánuði. Þeir sögðust jafnframt hafa bútað lík þeirra niður. Þriðji maðurinn gaf sig síðar fram við lögreglu. Fimm manns til viðbótar eru nú grunaðir um að hafa hjálpað til við að fela lík mannanna tveggja, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Frekari upplýsingar um þá grunuðu hafa ekki verið gefnar út. Phillips og Pereira hurfu þegar þeir voru á ferðalagi í frumskóginum vestast í Brasilíu 5. júní. Annar bræðranna leiddi lögreglu á endanum að staðnum sem lík þeirra voru grafin. Kennsl voru borin á líkin á föstudag. Lögreglan sagði um helgina að Pereira og Phillips hefðu verið skotnir til bana með veiðiriffli, Philipps einu skoti en Pereira þremur. Javari-dalurinn þar sem tvímenningarnir voru myrtir er þekktur fyrir ólöglegar fiskveiðar, námugröft, skógarhögg og fíkniefnasmygl. Vopnuð átök á milli glæpagengja, útsendara brasilísku alríkisstjórnarinnar og ýmissa frumbyggjahópa blossa þar upp reglulega. Phillips og Pereira eru sagðir hafa unnið að umfjöllun um slík átök. Samtök frumbyggja segja að Pereira hafi borist líflátshótanir í aðdraganda ferðar þeirra. Brasilía Erlend sakamál Bretland Tengdar fréttir Fundu líkamsleifar í Amasonfrumskóginum og játning sögð liggja fyrir Dómsmálaráðherra Brasilíu segir að lögregla hafi fundið líkamsleifar í Amasonfrumskóginum á þeim slóðum þar sem breskur blaðamaður og brasilískur fræðimaður hurfu fyrir meira en viku. Tveir bræður eru sagðir hafa játað að hafa myrt þá. 15. júní 2022 23:29 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Tveir bræður voru upphaflega handteknir en þeir játuðu að hafa drepið Dom Philipps, breskan blaðamann, og Bruno Pereira, frumbyggjafræðing, fyrr í þessum mánuði. Þeir sögðust jafnframt hafa bútað lík þeirra niður. Þriðji maðurinn gaf sig síðar fram við lögreglu. Fimm manns til viðbótar eru nú grunaðir um að hafa hjálpað til við að fela lík mannanna tveggja, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Frekari upplýsingar um þá grunuðu hafa ekki verið gefnar út. Phillips og Pereira hurfu þegar þeir voru á ferðalagi í frumskóginum vestast í Brasilíu 5. júní. Annar bræðranna leiddi lögreglu á endanum að staðnum sem lík þeirra voru grafin. Kennsl voru borin á líkin á föstudag. Lögreglan sagði um helgina að Pereira og Phillips hefðu verið skotnir til bana með veiðiriffli, Philipps einu skoti en Pereira þremur. Javari-dalurinn þar sem tvímenningarnir voru myrtir er þekktur fyrir ólöglegar fiskveiðar, námugröft, skógarhögg og fíkniefnasmygl. Vopnuð átök á milli glæpagengja, útsendara brasilísku alríkisstjórnarinnar og ýmissa frumbyggjahópa blossa þar upp reglulega. Phillips og Pereira eru sagðir hafa unnið að umfjöllun um slík átök. Samtök frumbyggja segja að Pereira hafi borist líflátshótanir í aðdraganda ferðar þeirra.
Brasilía Erlend sakamál Bretland Tengdar fréttir Fundu líkamsleifar í Amasonfrumskóginum og játning sögð liggja fyrir Dómsmálaráðherra Brasilíu segir að lögregla hafi fundið líkamsleifar í Amasonfrumskóginum á þeim slóðum þar sem breskur blaðamaður og brasilískur fræðimaður hurfu fyrir meira en viku. Tveir bræður eru sagðir hafa játað að hafa myrt þá. 15. júní 2022 23:29 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Fundu líkamsleifar í Amasonfrumskóginum og játning sögð liggja fyrir Dómsmálaráðherra Brasilíu segir að lögregla hafi fundið líkamsleifar í Amasonfrumskóginum á þeim slóðum þar sem breskur blaðamaður og brasilískur fræðimaður hurfu fyrir meira en viku. Tveir bræður eru sagðir hafa játað að hafa myrt þá. 15. júní 2022 23:29