Fótbolti

Gunnhildur Yrsa lék allan leikinn í stóru tapi Orlando Pride

Árni Jóhannsson skrifar
Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er fyrirliði Orland Pride.
Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er fyrirliði Orland Pride. Twitter@ORLPride

Orlando Pride, með landsliðskonuna Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur innanborðs, heimsótti efsta lið NWSL deildarinnar Portland Thorns fyrr í kvöld. Portland Timbers sýndi afhverju þær eru efstar og lögðu Pride 6-0.

Liðin voru svipað mikið með boltann í leiknum en færasköpun Thorns var mikið meiri en stúlknanna frá Orlando. Portland skapaði sér fimm dauðafæri en í heildina náðu þær 23 skotum og þar af 10 á markið. Orlando náði einungis að skapa sér sex skot þar sem þrjú enduðu á rammanum.

Gunnhildur Yrsa spilaði allan tímann á miðjunni hjá Orlando Pride eins og hún gerir venjulega en gat ekki hjálpað liði sínu að ná í sigur. Varnarmaðurinn Becky Saurebrunn fór mikinn fyrir Thorns en ásamt því að halda hreinu í leiknum þá skoraði hún mark og lagði annað upp. 

Hina Sugita, Sophia Smith með tvö, Taylor Porter og Natalia Kuikka skoruðu hin mörk Thorns en síðustu þrjú mörkin voru skoruð á síðustu 13 mínútum leiksins.

Portland Thorns situr í efsta sæti NWSL deildarinnar eftir 10 umferðir með 16 stig á meðan Pride situr í því næstneðsta með átta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×