Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Snorri Másson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/arnar

Íslendingar eru orðnir margfaldir Norðurlandameistarar í notkun örvandi ADHD-lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra á milli ára. Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eftir að hafa verið ávísað slíkum lyfjum, að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans.

Fjallað er um þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem hefjast klukkan 18.30. Einnig er fjallað um nýafstaðnar þingkosningar í Frakklandi, þar sem dregur til sögulegra tíðinda. Róttækur hægriflokkur Marine Le Pen hefur unnið stórsigur og miðjubandalag Macron bíður afhroð.

22 ára maður frá Nígeríu, sem lenti í mansali og kynferðisofbeldi, er orðinn íslenskur ríkisborgari eftir margra ára baráttu. Hann er nú staðráðinn í að skapa sér líf á Íslandi en fyrst á dagskrá er að læra íslensku.

Tilfellum apabólu fjölgar hratt í Evrópu og nú er til skoðunar að lýsa yfir neyðarástandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við slæmum afleiðingum ef ríkari lönd sýna ekki samstarfsvilja til að bregðast við útbreiðslunni.

Þingmaður Samfylkingarinnar telur að töf á rannsókn Samherjamálsins komi illa út fyrir Ísland. Hún tekur undir orð yfirmanns vinnuhóps OECD gegn mútum sem sagði í kvöldfréttum í gær að stjórnvöld yrðu að veita héraðssaksóknara aukið fjármagn til að klára rannsóknina. Málið væri orðið vandræðalegt fyrir Ísland.

Gamlar og uppgerðar dráttarvélar eru í miklu uppáhaldi hjá 14 ára dreng á Reykhólum en hann hefur keyrt dráttarvélar frá því að hann var sex ára. Á bænum er líka Læðan úr Dagvaktinni til sýnis, ásamt öllum dráttarvélunum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.