Segir Íslendinga hlutfallslega heimsmeistara í steypunotkun Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. júní 2022 22:20 Magnús Rannver segir Íslendinga heimsmeistara í steypunotkun og einhverja mestu umhverfisssóða í Evrópu þegar kemur að mannvirkjagerð. Vísir/Vilhelm Magnús Rannver Rafnsson, verkfræðingur, segir að losun af hálfu mannvirkjagerðar sé gróflega vametin og þar sé efnisnotkun stærsti þátturinn. Hann segir Íslendinga hlutfallslega heimsmeistara í steypunotkun og telur þjóðina einhverja mestu umhverfissóða í Evrópu þegar kemur að mannvirkjagerð. Magnús greindi frá þessu í viðtali á Sprengisandi í dag. Hann segir að losun af hálfu mannvirkjagerðar sé miklu stærra mál en losun af völdum umferðar og að um 40% af gróðurhúslaofttegundum sem skapa hnattræna hlýnun komi úr mannvirkjagerð. „Ég hef einfaldað það með því að tala um steypu, stál og grjót því það er uppistaðan í þessu. Það er mest losun í efnisnotkun, efninu sem fer í mannvirkjun. Það er líka losun í rekstri og flutningi en þetta er stærsti þátturinn,“ segir Magnús. Hann segir að ef við ætlum að bregðast við hlýnun jarðar þá þurfi að fara að hugsa betur hvaða efni og aðferðir við notum af því að: „Það er ekkert langt síðan að þýskir vísindamenn bentu á að ef við höldum svona áfram í mannvirkjagerð þá erum við ekkert að horfa á 1,5 gráðu hlýnun heldur meira svona 7 til 8 gráðu hlýnun.“ Heimsmeistarar í steypunotkun og umhverfissóðar Jafnframt heldur hann því fram að Íslendingar séu einhverjir mestu umhverfissóðar í Evrópu þegar kemur að mannvirkjagerð. „Það eru ekki til neinar nýjar rannsóknir á þessu en það eru þó til gamlar rannsóknir frá Háskóla Íslands sem sýna að efnisnotkun í íslenskum mannvirkjum er langt yfir Evrópu-meðaltölum,“ segir hann. Það helgist af því hvað Íslendingar noti mikið af steypu, miklu meira en flestar aðrar Evrópuþjóðir í húsbyggingar og í þokkabót noti þeir steypu á annan hátt en aðrar þjóðir gera. „Aðrar þjóðir forsteypa sín mannvirki meira og minna í hagnýtum verksmiðju þar sem er hægt að ná fram hagkvæmni, gæðum og hraða en við notum lítið af byggingaeiningum og staðsteypum mikið. Og erum alveg pikkföst í því að staðsteypa allt mögulegt og ómögulegt,“ bætir hann við. Þess vegna séum við tilneydd til að nota steypu hlutfallslega meira heldur en ella. „Með þessum rökum er hægt að sjá, að við erum sennilega heimsmeistarar í þessu, hlutfallslega, eins og við erum oft. Við erum líka oft best hlutfallslega, en ekki þarna,“ segir hann. Eftirbátar annarra þjóða Magnús segir að við séum langt á eftir öðrum Norðurlöndum á ýmsum sviðum, það tengist vinnulagi að einhverju leyti. Við gefum okkur of lítinn tíma í hönnun og nýsköpun, við séum of föst í því gamla. Sömuleiðis notum við mikið meiri steypu en aðrar Norðurlandaþjóðir en minna af timbri. Þá segir hann að það sé mikið talað um sjálfbærar byggingar og vottanir en það sem komi af færibandinu sé mest megnis nákvæmlega það sama og við höfum verið að gera undanfarin 30 ár. Það hafi því lítið breyst. Hann segir að ef við ætlum að reyna að eiga við loftslagsvánna þá verðum við að reyna að breyta þeim aðferðum og efnivið sem við notum. Það séu ýmsir möguleikar í boði en þeir krefjist þróunar, nýsköpunar og að menn gefi hönnunarvinnu og undirbúningi meiri gaum. Byggingariðnaður Loftslagsmál Tengdar fréttir Útblástur, rammaáætlun og Logi Einars til umræðu í Sprengisandi Útblástur mannvirkjagerðar, rammaáætlun, brotthvarf Loga Einarssonar úr formannsstól Samfylkingarinnar og samkeppnismál verða til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst klukkan 10. 19. júní 2022 10:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
Magnús greindi frá þessu í viðtali á Sprengisandi í dag. Hann segir að losun af hálfu mannvirkjagerðar sé miklu stærra mál en losun af völdum umferðar og að um 40% af gróðurhúslaofttegundum sem skapa hnattræna hlýnun komi úr mannvirkjagerð. „Ég hef einfaldað það með því að tala um steypu, stál og grjót því það er uppistaðan í þessu. Það er mest losun í efnisnotkun, efninu sem fer í mannvirkjun. Það er líka losun í rekstri og flutningi en þetta er stærsti þátturinn,“ segir Magnús. Hann segir að ef við ætlum að bregðast við hlýnun jarðar þá þurfi að fara að hugsa betur hvaða efni og aðferðir við notum af því að: „Það er ekkert langt síðan að þýskir vísindamenn bentu á að ef við höldum svona áfram í mannvirkjagerð þá erum við ekkert að horfa á 1,5 gráðu hlýnun heldur meira svona 7 til 8 gráðu hlýnun.“ Heimsmeistarar í steypunotkun og umhverfissóðar Jafnframt heldur hann því fram að Íslendingar séu einhverjir mestu umhverfissóðar í Evrópu þegar kemur að mannvirkjagerð. „Það eru ekki til neinar nýjar rannsóknir á þessu en það eru þó til gamlar rannsóknir frá Háskóla Íslands sem sýna að efnisnotkun í íslenskum mannvirkjum er langt yfir Evrópu-meðaltölum,“ segir hann. Það helgist af því hvað Íslendingar noti mikið af steypu, miklu meira en flestar aðrar Evrópuþjóðir í húsbyggingar og í þokkabót noti þeir steypu á annan hátt en aðrar þjóðir gera. „Aðrar þjóðir forsteypa sín mannvirki meira og minna í hagnýtum verksmiðju þar sem er hægt að ná fram hagkvæmni, gæðum og hraða en við notum lítið af byggingaeiningum og staðsteypum mikið. Og erum alveg pikkföst í því að staðsteypa allt mögulegt og ómögulegt,“ bætir hann við. Þess vegna séum við tilneydd til að nota steypu hlutfallslega meira heldur en ella. „Með þessum rökum er hægt að sjá, að við erum sennilega heimsmeistarar í þessu, hlutfallslega, eins og við erum oft. Við erum líka oft best hlutfallslega, en ekki þarna,“ segir hann. Eftirbátar annarra þjóða Magnús segir að við séum langt á eftir öðrum Norðurlöndum á ýmsum sviðum, það tengist vinnulagi að einhverju leyti. Við gefum okkur of lítinn tíma í hönnun og nýsköpun, við séum of föst í því gamla. Sömuleiðis notum við mikið meiri steypu en aðrar Norðurlandaþjóðir en minna af timbri. Þá segir hann að það sé mikið talað um sjálfbærar byggingar og vottanir en það sem komi af færibandinu sé mest megnis nákvæmlega það sama og við höfum verið að gera undanfarin 30 ár. Það hafi því lítið breyst. Hann segir að ef við ætlum að reyna að eiga við loftslagsvánna þá verðum við að reyna að breyta þeim aðferðum og efnivið sem við notum. Það séu ýmsir möguleikar í boði en þeir krefjist þróunar, nýsköpunar og að menn gefi hönnunarvinnu og undirbúningi meiri gaum.
Byggingariðnaður Loftslagsmál Tengdar fréttir Útblástur, rammaáætlun og Logi Einars til umræðu í Sprengisandi Útblástur mannvirkjagerðar, rammaáætlun, brotthvarf Loga Einarssonar úr formannsstól Samfylkingarinnar og samkeppnismál verða til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst klukkan 10. 19. júní 2022 10:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
Útblástur, rammaáætlun og Logi Einars til umræðu í Sprengisandi Útblástur mannvirkjagerðar, rammaáætlun, brotthvarf Loga Einarssonar úr formannsstól Samfylkingarinnar og samkeppnismál verða til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni sem hefst klukkan 10. 19. júní 2022 10:00