Airport Direct segir hegðun bílstjórans óásættanlega Eiður Þór Árnason skrifar 19. júní 2022 12:17 Stjórnendur fyrirtækisins hyggjast bregðast við ábendingunni. Skjáskot/Airport Direct Flautuleikaranum Pamelu De Sensi brá heldur í brún um borð í rútu Airport Direct í gær þegar hún sá bílstjórann ítrekað líta niður á síma sinn á meðan akstri stóð. Framkvæmdastjóri Airport Direct segir hegðunina vera óásættanlega og að rætt verði við starfsmanninn. Rútan var á leið frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur en myndband sem Pamela tók af ökumanninum hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Hún segir bílstjórann hafa einbeitt sér að akstrinum eftir að hún gerði alvarlega athugasemd við hegðunina. Að sögn Pamelu var rútan þéttsetin og svo hafi virst sem bílstjórinn hefði meiri áhuga á því að skrifa skilaboð en hafa augun á Reykjanesbrautinni. Þar að auki hafi hann stundum varla verið með hendurnar á stýri. Muni grípa til ráðstafana vegna málsins Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct, segir hegðun rútubílstjórans ganga í berhögg við allar reglur fyrirtækisins sem og umferðarlög. „Það verður rætt við viðkomandi starfsmann og gripið til viðeigandi ráðstafana bæði vegna þessa einstaka máls, sem og almennt til lengri tíma,“ bætir Torfi við í skriflegu svari til fréttastofu en hann hafði ekki séð umrætt myndband áður en fréttamaður hafði samband. Horfa má á myndbandið sem Pamela tók um borð í rútunni í spilaranum hér fyrir neðan. Fannst þetta of langt gengið „Um leið og við vorum komin á Reykjanesbrautina þá byrjaði hún að horfa á símann og skoða einhver skilaboð. Í fyrsta skiptið var það stutt og í annað skiptið þegar ég tók þetta myndband. Myndbandið stoppaði þegar vinkona mín hringdi í mig og á meðan ég talaði við hana þá hélt hún áfram að skoða og svara einhverjum rosalega mikilvægum skilaboðum. Þegar ég hætti í símanum þá fannst mér þetta vera of langt gengið,“ segir Pamela í samtali við Vísi. Í kjölfarið hafi hún beðið bílstjórann um að hugsa frekar um aksturinn en að skoða símann. Að sögn Pamelu voru á þessum tímapunkti innan við tuttugu mínútur liðnar af ferðinni frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur og lét bílstjórinn símann sinn vera restina af leiðinni. Pamela De Sensi flautuleikari við útgáfu nýrrar útgáfu af Pétri og úlfinum árið 2017.Vísir/Hanna Pamela segir þetta ekki í fyrsta skipti sem hún sjái rútubílstjóra nota síma sinn við keyrslu og hún því ákveðið að taka athæfið upp á myndband í þetta skiptið til að geta beint greinagóðri kvörtun til rútufyrirtækisins. Þegar heim var komið tók hún ákvörðun um að birta myndbandið einnig á Facebook þar sem allt of mikið af ökumönnum átti sig ekki á því að þeir þurfi bara að taka augun af veginum í minna en eina sekúndu til að lenda í bílslysi. Pamela vonar að sú athygli sem myndskeiðið hafi fengið verði til þess að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. „Þegar það er verið að flytja fullt af fólki, eða ekki, þá er þetta bara hættulegt, punktur.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Rútan var á leið frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur en myndband sem Pamela tók af ökumanninum hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Hún segir bílstjórann hafa einbeitt sér að akstrinum eftir að hún gerði alvarlega athugasemd við hegðunina. Að sögn Pamelu var rútan þéttsetin og svo hafi virst sem bílstjórinn hefði meiri áhuga á því að skrifa skilaboð en hafa augun á Reykjanesbrautinni. Þar að auki hafi hann stundum varla verið með hendurnar á stýri. Muni grípa til ráðstafana vegna málsins Torfi G. Yngvason, framkvæmdastjóri Airport Direct, segir hegðun rútubílstjórans ganga í berhögg við allar reglur fyrirtækisins sem og umferðarlög. „Það verður rætt við viðkomandi starfsmann og gripið til viðeigandi ráðstafana bæði vegna þessa einstaka máls, sem og almennt til lengri tíma,“ bætir Torfi við í skriflegu svari til fréttastofu en hann hafði ekki séð umrætt myndband áður en fréttamaður hafði samband. Horfa má á myndbandið sem Pamela tók um borð í rútunni í spilaranum hér fyrir neðan. Fannst þetta of langt gengið „Um leið og við vorum komin á Reykjanesbrautina þá byrjaði hún að horfa á símann og skoða einhver skilaboð. Í fyrsta skiptið var það stutt og í annað skiptið þegar ég tók þetta myndband. Myndbandið stoppaði þegar vinkona mín hringdi í mig og á meðan ég talaði við hana þá hélt hún áfram að skoða og svara einhverjum rosalega mikilvægum skilaboðum. Þegar ég hætti í símanum þá fannst mér þetta vera of langt gengið,“ segir Pamela í samtali við Vísi. Í kjölfarið hafi hún beðið bílstjórann um að hugsa frekar um aksturinn en að skoða símann. Að sögn Pamelu voru á þessum tímapunkti innan við tuttugu mínútur liðnar af ferðinni frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur og lét bílstjórinn símann sinn vera restina af leiðinni. Pamela De Sensi flautuleikari við útgáfu nýrrar útgáfu af Pétri og úlfinum árið 2017.Vísir/Hanna Pamela segir þetta ekki í fyrsta skipti sem hún sjái rútubílstjóra nota síma sinn við keyrslu og hún því ákveðið að taka athæfið upp á myndband í þetta skiptið til að geta beint greinagóðri kvörtun til rútufyrirtækisins. Þegar heim var komið tók hún ákvörðun um að birta myndbandið einnig á Facebook þar sem allt of mikið af ökumönnum átti sig ekki á því að þeir þurfi bara að taka augun af veginum í minna en eina sekúndu til að lenda í bílslysi. Pamela vonar að sú athygli sem myndskeiðið hafi fengið verði til þess að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. „Þegar það er verið að flytja fullt af fólki, eða ekki, þá er þetta bara hættulegt, punktur.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Umferðaröryggi Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira