Fótbolti

Netflix stefnir á óhefðbundna heimildarmynd á HM í Katar 2022

Atli Arason skrifar
Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, ásamt eiginkonu sinni Katie Goodland. Hvorug segjast hafa heyrt frá fulltrúum Netflix.
Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, ásamt eiginkonu sinni Katie Goodland. Hvorug segjast hafa heyrt frá fulltrúum Netflix. Hello Magazine

Bresku blöðin greindu frá því í vikunni að Netflix hygðist gera heimildarmynd um enska landsliðið á heimsmeistaramótinu í Katar í desember, frá sjónarhorni eiginkonum og kærustum leikmanna.

Heimildarmyndin myndi því fylgja eftir eiginkonum og kærustum, oftast nefndar WAGs, í undirbúningi fyrir mótið og svo á mótinu sjálfu í Katar.

Mirror greinir frá því að áhugi streymisveiturnar hafi kviknað vegna dómsmáls Rebekah Vardy, eiginkonu Jamie Vardy, gegn Coleen Rooney, eiginkonu Wayne Rooney. Mál sem hefur fengið viðurnefnið „Wagatha Christie“

Coleen Rooney og Rebekah Vardy á leiðinni í dómssal í Wagatha Christie málinu svokallaða.NY Times

Rooney hélt því fram að Vardy væri að leka sögum af henni til götublaðanna en Vardy neitaði þessu staðfastlega og kærði Rooeny fyrir meiðyrði. Dómsmálið hefur undanfarnar vikur verið framan á öllum helstu götublöðum Bretlands en niðurstaða er væntanleg á næstu dögum.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, er ekki hrifinn af hugmyndinni um heimildarmyndina.

„Þetta er ekki minn tebolli. Ég yrði hissa ef leikmannahópurinn myndi hafa einhvern áhuga á einhverju svona lögðuðu. Þeir vilja bara halda einbeitingunni á fótboltann,“ sagði Southgate aðspurður um heimildarmyndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×