Fótbolti

Barcelona náði sam­komu­lagi við Rap­hinha í febrúar

Atli Arason skrifar
Raphinha gæti verið á leiðinni til Barcelona.
Raphinha gæti verið á leiðinni til Barcelona. Paul Greenwood/Getty

Spænska liðið Barcelona náði samkomulagi um kaup og kjör við Deco, umboðsmann Raphinha, í febrúar síðastliðnum. Fimm ára samningur bíður eftir að vera undirritaður. Barcelona er þó ekki tilbúið að borga Leeds það sem enska félagið vill fá fyrir leikmanninn.

Leeds er sagt vilja um 55 milljónir evra fyrir Brassann. Arsenal hefur einnig áhuga á Raphinha en leikmaðurinn vill sjálfur aðeins fara til Barcelona samkvæmt One Football.

Barca Blaugranes, miðill sem sérhæfir sig í fréttum um spænska liðið, greinir frá því að Leeds vildi upphaflega fá 65 milljónir evra fyrir Raphinha en hafa síðan lækkað söluverðið. Barcelona vonast hins vegar til að fá leikmanninn á 40 milljónir. Ljóst er að spænska félagið þarf að selja einhvern leikmann til þess að eiga fyrir kaupverðinu á Raphinha en Franke de Jong gæti verið seldur til Manchester United til að fjármagna kaupin á Raphinha.

Umboðsmaður Raphinha, Deco, er fyrrum leikmaður Barcelona. Deco spilaði með Xavi á sínum tíma hjá Barcelona en Xavi er í dag knattspyrnustjóri liðsins. Deco starfar einnig sem yfirnjósnari hjá Barcelona sem sérhæfir sig í brasilískum leikmönnum. Má því áætla að reglulegar viðræður um framtíð Raphinha hafi átt sér stað á kaffistofum Camp Nou síðastliðið ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×