Innlent

Há­­tíða­höld vegna kven­réttinda­­dagsins

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Árlega er lagður blómsveigur á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í tilefni kvenréttindadagsins.
Árlega er lagður blómsveigur á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í tilefni kvenréttindadagsins. Reykjavíkurborg

Sunnudaginn 19. júní, er haldið upp á kvenréttindadaginn. Af því tilefni verður blómsveigur lagður á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallarkirkjugarði og sama dag heldur Kvennaheimilið Hallveigarstaðir upp á 55 ára afmæli hússins.

Magnea Gná Jóhannsdóttir, varaforseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í tilefni kvenréttindadagsins. 

Athöfnin hefst klukkan 11:00 með tónlistarflutningi Unu Torfadóttir í Hólavallakirkjugarði, síðan mun Magnea Gná flytja ávarp og kransinn verður lagður á leiðið.

Ávarp, saga og söngur á afmælinu

Kvennaheimilið Hallveigarstaðir heldur upp á 55 ára afmæli hússins sama dag og í tilefni af því verður opið hús í Samkomusal hússins frá 14-16 þar sem boðið verður upp á veitingar. 

Heiðursgestur verður Eliza Reid forsetafrú sem flytur ávarp. Einnig mun Rakel Adolphsdóttir frá Kvennasögusafninu segja frá sögu hússins og Kvennakórinn Hrynjandi taka nokkur lög.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×