Einstaklingur greindur með berkla á Landspítalanum Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 18. júní 2022 19:12 Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segir ekki tilefni til að hafa áhyggur af berklasmitinu. Slík tilfelli komi reglulega upp. Vísir/Vilhelm Einn einstaklingur greindist með berkla á Landspítalanum fyrir helgi, samkvæmt Má Kristjánssyni, yfirlækni á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Líklegt þykir að um fjölónæma berkla sé að ræða en þó sé ekkert tilefni til að hafa áhyggjur. Brugðist hefur verið við með viðunandi lyfjameðferð og einangrun. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild, greindi frá því í viðtali við Vísi í dag að einstaklingur hefði komið á spítalann fyrir helgi sem væri með berkla. Hins vegar væri ekki tilefni til að hafa áhyggjur og brugðist hafi verið við með viðunandi hætti. Líklega fjölónæmir berklar Þá greindi Már frá því að vegna þess að einstaklingurinn væri frá landi þar sem tíðni fjölónæmra berkla er talsvert há væru tilteknar líkur á að um fjölónæma berkla væri að ræða. Hann vildi ekki tilgreina frá hvaða landi einstaklingurinn væri en sagði að fjölónæmir berklar væru víða um lönd, „til dæmis í Rússlandi, sumum Afríkuríkjum og sums staðar í Suðaustur-Asíu.“ Aðspurður um hvað aðgreindi fjölónæma berkla frá öðrum sagði Már að venjulegar meðferðir dygðu ekki eins vel á fjölónæma berkla þar sem þeir væru ónæmir fyrir fleiri lyfjum en aðrir berklar. „Venjulega notum við þrjú lyf í byrjun. Ef þú ert með ónæmi fyrir einu lyfinu, þá tölum við um ónæma berkla, en ef þú ert með ónæmi fyrir tveimur lyfjum, þá tölum við um fjölónæmi. Það krefur okkur um notkun fleiri lyfja sem eru ekki jafn öflug og þau sem eru venjulega notuð,“ sagði Már um lyfjameðferð við fjölónæmum berklum. Að lokum sagði hann að þetta smit væri ekki tilefni til að hafa áhyggjur, þetta væri eitthvað sem kæmi alltaf upp af og til. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild, greindi frá því í viðtali við Vísi í dag að einstaklingur hefði komið á spítalann fyrir helgi sem væri með berkla. Hins vegar væri ekki tilefni til að hafa áhyggjur og brugðist hafi verið við með viðunandi hætti. Líklega fjölónæmir berklar Þá greindi Már frá því að vegna þess að einstaklingurinn væri frá landi þar sem tíðni fjölónæmra berkla er talsvert há væru tilteknar líkur á að um fjölónæma berkla væri að ræða. Hann vildi ekki tilgreina frá hvaða landi einstaklingurinn væri en sagði að fjölónæmir berklar væru víða um lönd, „til dæmis í Rússlandi, sumum Afríkuríkjum og sums staðar í Suðaustur-Asíu.“ Aðspurður um hvað aðgreindi fjölónæma berkla frá öðrum sagði Már að venjulegar meðferðir dygðu ekki eins vel á fjölónæma berkla þar sem þeir væru ónæmir fyrir fleiri lyfjum en aðrir berklar. „Venjulega notum við þrjú lyf í byrjun. Ef þú ert með ónæmi fyrir einu lyfinu, þá tölum við um ónæma berkla, en ef þú ert með ónæmi fyrir tveimur lyfjum, þá tölum við um fjölónæmi. Það krefur okkur um notkun fleiri lyfja sem eru ekki jafn öflug og þau sem eru venjulega notuð,“ sagði Már um lyfjameðferð við fjölónæmum berklum. Að lokum sagði hann að þetta smit væri ekki tilefni til að hafa áhyggjur, þetta væri eitthvað sem kæmi alltaf upp af og til.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent