Einstaklingur greindur með berkla á Landspítalanum Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 18. júní 2022 19:12 Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segir ekki tilefni til að hafa áhyggur af berklasmitinu. Slík tilfelli komi reglulega upp. Vísir/Vilhelm Einn einstaklingur greindist með berkla á Landspítalanum fyrir helgi, samkvæmt Má Kristjánssyni, yfirlækni á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Líklegt þykir að um fjölónæma berkla sé að ræða en þó sé ekkert tilefni til að hafa áhyggjur. Brugðist hefur verið við með viðunandi lyfjameðferð og einangrun. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild, greindi frá því í viðtali við Vísi í dag að einstaklingur hefði komið á spítalann fyrir helgi sem væri með berkla. Hins vegar væri ekki tilefni til að hafa áhyggjur og brugðist hafi verið við með viðunandi hætti. Líklega fjölónæmir berklar Þá greindi Már frá því að vegna þess að einstaklingurinn væri frá landi þar sem tíðni fjölónæmra berkla er talsvert há væru tilteknar líkur á að um fjölónæma berkla væri að ræða. Hann vildi ekki tilgreina frá hvaða landi einstaklingurinn væri en sagði að fjölónæmir berklar væru víða um lönd, „til dæmis í Rússlandi, sumum Afríkuríkjum og sums staðar í Suðaustur-Asíu.“ Aðspurður um hvað aðgreindi fjölónæma berkla frá öðrum sagði Már að venjulegar meðferðir dygðu ekki eins vel á fjölónæma berkla þar sem þeir væru ónæmir fyrir fleiri lyfjum en aðrir berklar. „Venjulega notum við þrjú lyf í byrjun. Ef þú ert með ónæmi fyrir einu lyfinu, þá tölum við um ónæma berkla, en ef þú ert með ónæmi fyrir tveimur lyfjum, þá tölum við um fjölónæmi. Það krefur okkur um notkun fleiri lyfja sem eru ekki jafn öflug og þau sem eru venjulega notuð,“ sagði Már um lyfjameðferð við fjölónæmum berklum. Að lokum sagði hann að þetta smit væri ekki tilefni til að hafa áhyggjur, þetta væri eitthvað sem kæmi alltaf upp af og til. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild, greindi frá því í viðtali við Vísi í dag að einstaklingur hefði komið á spítalann fyrir helgi sem væri með berkla. Hins vegar væri ekki tilefni til að hafa áhyggjur og brugðist hafi verið við með viðunandi hætti. Líklega fjölónæmir berklar Þá greindi Már frá því að vegna þess að einstaklingurinn væri frá landi þar sem tíðni fjölónæmra berkla er talsvert há væru tilteknar líkur á að um fjölónæma berkla væri að ræða. Hann vildi ekki tilgreina frá hvaða landi einstaklingurinn væri en sagði að fjölónæmir berklar væru víða um lönd, „til dæmis í Rússlandi, sumum Afríkuríkjum og sums staðar í Suðaustur-Asíu.“ Aðspurður um hvað aðgreindi fjölónæma berkla frá öðrum sagði Már að venjulegar meðferðir dygðu ekki eins vel á fjölónæma berkla þar sem þeir væru ónæmir fyrir fleiri lyfjum en aðrir berklar. „Venjulega notum við þrjú lyf í byrjun. Ef þú ert með ónæmi fyrir einu lyfinu, þá tölum við um ónæma berkla, en ef þú ert með ónæmi fyrir tveimur lyfjum, þá tölum við um fjölónæmi. Það krefur okkur um notkun fleiri lyfja sem eru ekki jafn öflug og þau sem eru venjulega notuð,“ sagði Már um lyfjameðferð við fjölónæmum berklum. Að lokum sagði hann að þetta smit væri ekki tilefni til að hafa áhyggjur, þetta væri eitthvað sem kæmi alltaf upp af og til.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira