Einstaklingur greindur með berkla á Landspítalanum Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 18. júní 2022 19:12 Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segir ekki tilefni til að hafa áhyggur af berklasmitinu. Slík tilfelli komi reglulega upp. Vísir/Vilhelm Einn einstaklingur greindist með berkla á Landspítalanum fyrir helgi, samkvæmt Má Kristjánssyni, yfirlækni á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Líklegt þykir að um fjölónæma berkla sé að ræða en þó sé ekkert tilefni til að hafa áhyggjur. Brugðist hefur verið við með viðunandi lyfjameðferð og einangrun. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild, greindi frá því í viðtali við Vísi í dag að einstaklingur hefði komið á spítalann fyrir helgi sem væri með berkla. Hins vegar væri ekki tilefni til að hafa áhyggjur og brugðist hafi verið við með viðunandi hætti. Líklega fjölónæmir berklar Þá greindi Már frá því að vegna þess að einstaklingurinn væri frá landi þar sem tíðni fjölónæmra berkla er talsvert há væru tilteknar líkur á að um fjölónæma berkla væri að ræða. Hann vildi ekki tilgreina frá hvaða landi einstaklingurinn væri en sagði að fjölónæmir berklar væru víða um lönd, „til dæmis í Rússlandi, sumum Afríkuríkjum og sums staðar í Suðaustur-Asíu.“ Aðspurður um hvað aðgreindi fjölónæma berkla frá öðrum sagði Már að venjulegar meðferðir dygðu ekki eins vel á fjölónæma berkla þar sem þeir væru ónæmir fyrir fleiri lyfjum en aðrir berklar. „Venjulega notum við þrjú lyf í byrjun. Ef þú ert með ónæmi fyrir einu lyfinu, þá tölum við um ónæma berkla, en ef þú ert með ónæmi fyrir tveimur lyfjum, þá tölum við um fjölónæmi. Það krefur okkur um notkun fleiri lyfja sem eru ekki jafn öflug og þau sem eru venjulega notuð,“ sagði Már um lyfjameðferð við fjölónæmum berklum. Að lokum sagði hann að þetta smit væri ekki tilefni til að hafa áhyggjur, þetta væri eitthvað sem kæmi alltaf upp af og til. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild, greindi frá því í viðtali við Vísi í dag að einstaklingur hefði komið á spítalann fyrir helgi sem væri með berkla. Hins vegar væri ekki tilefni til að hafa áhyggjur og brugðist hafi verið við með viðunandi hætti. Líklega fjölónæmir berklar Þá greindi Már frá því að vegna þess að einstaklingurinn væri frá landi þar sem tíðni fjölónæmra berkla er talsvert há væru tilteknar líkur á að um fjölónæma berkla væri að ræða. Hann vildi ekki tilgreina frá hvaða landi einstaklingurinn væri en sagði að fjölónæmir berklar væru víða um lönd, „til dæmis í Rússlandi, sumum Afríkuríkjum og sums staðar í Suðaustur-Asíu.“ Aðspurður um hvað aðgreindi fjölónæma berkla frá öðrum sagði Már að venjulegar meðferðir dygðu ekki eins vel á fjölónæma berkla þar sem þeir væru ónæmir fyrir fleiri lyfjum en aðrir berklar. „Venjulega notum við þrjú lyf í byrjun. Ef þú ert með ónæmi fyrir einu lyfinu, þá tölum við um ónæma berkla, en ef þú ert með ónæmi fyrir tveimur lyfjum, þá tölum við um fjölónæmi. Það krefur okkur um notkun fleiri lyfja sem eru ekki jafn öflug og þau sem eru venjulega notuð,“ sagði Már um lyfjameðferð við fjölónæmum berklum. Að lokum sagði hann að þetta smit væri ekki tilefni til að hafa áhyggjur, þetta væri eitthvað sem kæmi alltaf upp af og til.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira