Fótbolti

Al­fons hafði betur gegn Brynjólfi - Erfiður dagur hjá Ara og liðs­fé­lögum hans

Hjörvar Ólafsson skrifar
Alfons Sampsted og samherjar hans hjá Bodø/Glimt eru að rétta úr kútnum. 
Alfons Sampsted og samherjar hans hjá Bodø/Glimt eru að rétta úr kútnum.  Vísir/Getty

Alfons Sampsted var á sínum stað í hægri bakvarðarstöðunni hjá Bodø/Glimt þegar liðið lagði Brynjólf Andersen Willumsson og liðsfélaga hans hjá Kristiansund að velli með tveimur mörkum engu í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. 

Alfons spilaði allan leikinn en Brynjólfi var hins vegar skipt af velli eftir rúmlega klukkutíma leik. Bodø/Glimt, sem er ríkjandi norskur meistari, situr í sjötta sæti deildarinnar með 16 stig eftir 10 leiki. 

Ari Leifsson lék svo í hjarta varnarinnar hjá Strømsgodset sem fékk vænan 5-1 skell í heimsókn sinni til Sarpsborgar. Strømsgodset er í fjórða sæti deildarinnar með 17 stig.

Kristiansund vermir botnsætið í deildinni með einungis eitt stig að loknum átta leikjum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×