Fótbolti

Langar að spila fyrir Manchester United

Atli Arason skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir er í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar.
Ingibjörg Sigurðardóttir er í íslenska landsliðshópnum sem fer á EM í sumar. vísir/getty

Inigbjörg Sigurðardóttir, leikmaður Vålerenga, verður samningslaus eftir næsta tímabil. Henni langar að fá nýja áskorun utan Noregs og dreymir um að spila fyrir Manchester United.

„Mig langar að prófa að vera í öðrum löndum og spila í stærri deildum. Mig langar að sjá hversu langt ég get náð og hvar ég get spilað,“ sagði Ingibjörg í þættinum Förum á EM, sem sýndur var á RÚV í gær. 

„Það er samt gott að vita að hérna get ég verið að þróa minn leik og ég er klárlega að verða betri. Það er ekkert stress en mig langar samt í eitthvað meira,“ bætti Ingibjörg við.

Aðspurð út í eitthvað draumalið sem henni langaði að spila fyrir var Ingibjörg ekki lengi að hugsa sig um.

„Núna þegar Manchester United er með kvennalið og að gera góða hluti, þá er það eitthvað sem væri erfitt að segja nei við,“ svaraði Ingibjörg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×