Sport

Dag­skráin í dag: Golf, raf­í­þróttir og Besta-deildin

Atli Arason skrifar
Collin Morikawa er í forystu á Opna bandaríska mótinu ásamt Joel Dahmen. Báðir á fimm höggum undir pari.
Collin Morikawa er í forystu á Opna bandaríska mótinu ásamt Joel Dahmen. Báðir á fimm höggum undir pari. vísir/Getty

Það eru átta beinar útsendingar hjá okkur á sport rásum Stöðvar 2 í dag. Fjögur gólf mót, þrjár útsendingar í rafíþróttum og Besta-deild kvenna.

Stöð 2 Golf

Opna bandaríska mótið heldur áfram sinni göngu klukkan 14.00.

Stöð 2 Sport

Þór/KA og Breiðablik mætast í fyrsta leik 10. umferðar í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu. Útsending hefst klukkan 13.50.

Stöð 2 Sport 2

The Amateur Championship golfmótið hefst stundvísislega klukkan 06.00.

Stöð 2 Sport 4

Aramco Team Series á LET mótaröðinni er á dagskrá klukkan 11.00.

Klukkan 19.00 er Meijer LPGA Classic á LPGA mótaröðinni í beinni útsendingu.

Stöð 2 eSport

Upphitun á fjórða degi BLAST Premier fer af stað klukkan 13.30.

Klukkan 14.30 eru fyrri undanúrslit BLAST Premier í beinni útsendingu.

Seinni undanúrslit BLAST Premier fara af stað klukkan 18.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×