Gonzalo Zamorano kom Selfyssingum yfir með marki á 14. mínútu áður en Hrvoje Tokic tvöfaldaði forystu gestanna með marki af vítapunktinum tæpum tíu mínútum síðar.
Staðan var því 0-2 þegar flautað var til hálfleiks, en Sverrir Páll Hjaltested minnkaði muninn fyrir heimamenn á 58. mínútu með marki af vítapunktinum fræga.
Sverrir var svo aftur á ferðinni á 65. mínútu þegar hann jafnaði metin fyrir heimamenn áður en Arnleifur Hjörleifsson kom Kórdrengjum í forystu tveimur mínútum síðar.
Það var svo ekki nema rétt um mínútu eftir það sem Þórir Rafn Þórisson kom Kórdrengjum í 4-2 og batt þar með endahnútinn á ótrúlegar mínútur heimamanna.
Hrvoje Tokic minnkaði svo muninn fyrir gestina með annarri vítaspyrnu sinni og þriðju vítaspyrnu leiksins. Nær komust Selfyssingar þó ekki og niðurstaðan því magnaður 4-3 sigur Kórdrengja.
Fjórir aðrir leikir fóru fram í Lengjudeildinninni á sama tíma. Grindavík vann 2-1 sigur gegn KV, Afturelding vann 0-1 útisigur gegn Þrótti Vogum, HK hafði betur gegn Fylki í Árbænum 0-1 og Grótta gerði góða ferð norður þar sem liðið vann 0-1 sigur gegn Þór.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara fengust á Fótbolti.net.