Margir þeirra sem smitast nú hafa ekki fengið fjórðu bólusetninguna Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2022 17:58 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, biðlar til þeirra sem eru smitaðir af Covid-19 að halda sig til hlés, ekki síst í hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn á morgun. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að margir þeirra sem nú greinist með kórónuveiruna hafi ekki fengið fjórða skammt bóluefnis og það kunni að vera orsök fjölgunar sjúklinga með alvarleg veikindi. Hann sér ekki fyrir sér að koma aftur á takmörkunum vegna fjölgunar smitaðra. Fleiri en tvö hundruð manns greinast nú daglega með Covid-19 en raunverulegur fjöldi er líklega enn hærri þar sem margir taka aðeins heimapróf án þess að fara í staðfestingarpróf. Nú liggja 27 einstaklingar á Landspítalanum með sjúkdóminn, þar af tveir á gjörgæsludeild og einn í öndunarvél. Flestir þeirra sem smitast fá sjúkdóminn nú í fyrsta skipti og þeir sem hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús eru aðallega fólk eldra en sjötugt og með undirliggjandi sjúkdóma. „Svo eru asni margir af þeim sem við höfum mælt með að fái fjórðu bólusetninguna, þeir hafa ekki farið í bólusetningu. Það er kannski líka að búa til þessi alvarlegu veikindi sem leiða til innlagna,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann hvatti þá sem hafa ekki fengið fjórðu sprautuna að gera það. Mælt hefur verið með því fyrir áttræða og eldri, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og íbúa á hjúkrunarheimilum. Þeir sem telja sig veika fyrir geta einnig óskað eftir að fá fjórða skammtinn. Þá sagði Þórólfur mikilvægt að viðkvæmir hópar gættu vel að sýkingavörnum sem lögð hefur verið áhersla á í faraldrinum síðustu tvö árin. Enginn dómsdagur Spurður að því hvort ástæða væri til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins nú vísaði Þórólfur til stöðunnar á Landspítalanum sem væri þung fyrir. Erfitt væri að bæta fleiri alvarlega veikum Covid-sjúklingum við það álag. Þórólfur útilokaði þó nánast alveg að gripið yrði til takmarkana á nýjan leik til að bregðast við fjölgun smitaðra. „Það myndi nú seint ganga vel eins og staðan er núna. Það er engin stemming fyrir slíku og það myndi sennilega ekki ganga upp,“ sagði sóttvarnalæknir. Ef ástandið versnaði enn frekar þyrfti þó að skoða hvernig brugðist yrði við. Benti Þórólfur á að það væri á endanum í höndum stjórnvalda að ákveða hvort brygðist yrði við með einhverjum hætti. „Það er ekki eins og það sé dómsdagur í þessu en þetta er bakslag og þá þurfum við bara að reyna að bregðast við því án þess að grípa til örþrifaráða,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Aukning í alvarlegum veikindum vegna Covid 27 einstaklingar liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19. Tveir eru á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda. 16. júní 2022 11:06 Landspítalinn kemur á grímuskyldu og takmarkar heimsóknir Landspítalinn hefur tekið upp grímuskyldu á ný og takmarkað heimsóknir aðstandenda vegna mikillar fjölgunar Covid-19 smita síðustu daga. Nú eru þrjátíu sjúklingar inniliggjandi með veiruna, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. 16. júní 2022 13:15 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Fleiri en tvö hundruð manns greinast nú daglega með Covid-19 en raunverulegur fjöldi er líklega enn hærri þar sem margir taka aðeins heimapróf án þess að fara í staðfestingarpróf. Nú liggja 27 einstaklingar á Landspítalanum með sjúkdóminn, þar af tveir á gjörgæsludeild og einn í öndunarvél. Flestir þeirra sem smitast fá sjúkdóminn nú í fyrsta skipti og þeir sem hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús eru aðallega fólk eldra en sjötugt og með undirliggjandi sjúkdóma. „Svo eru asni margir af þeim sem við höfum mælt með að fái fjórðu bólusetninguna, þeir hafa ekki farið í bólusetningu. Það er kannski líka að búa til þessi alvarlegu veikindi sem leiða til innlagna,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann hvatti þá sem hafa ekki fengið fjórðu sprautuna að gera það. Mælt hefur verið með því fyrir áttræða og eldri, fólk með undirliggjandi sjúkdóma og íbúa á hjúkrunarheimilum. Þeir sem telja sig veika fyrir geta einnig óskað eftir að fá fjórða skammtinn. Þá sagði Þórólfur mikilvægt að viðkvæmir hópar gættu vel að sýkingavörnum sem lögð hefur verið áhersla á í faraldrinum síðustu tvö árin. Enginn dómsdagur Spurður að því hvort ástæða væri til að hafa áhyggjur af þróun faraldursins nú vísaði Þórólfur til stöðunnar á Landspítalanum sem væri þung fyrir. Erfitt væri að bæta fleiri alvarlega veikum Covid-sjúklingum við það álag. Þórólfur útilokaði þó nánast alveg að gripið yrði til takmarkana á nýjan leik til að bregðast við fjölgun smitaðra. „Það myndi nú seint ganga vel eins og staðan er núna. Það er engin stemming fyrir slíku og það myndi sennilega ekki ganga upp,“ sagði sóttvarnalæknir. Ef ástandið versnaði enn frekar þyrfti þó að skoða hvernig brugðist yrði við. Benti Þórólfur á að það væri á endanum í höndum stjórnvalda að ákveða hvort brygðist yrði við með einhverjum hætti. „Það er ekki eins og það sé dómsdagur í þessu en þetta er bakslag og þá þurfum við bara að reyna að bregðast við því án þess að grípa til örþrifaráða,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Aukning í alvarlegum veikindum vegna Covid 27 einstaklingar liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19. Tveir eru á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda. 16. júní 2022 11:06 Landspítalinn kemur á grímuskyldu og takmarkar heimsóknir Landspítalinn hefur tekið upp grímuskyldu á ný og takmarkað heimsóknir aðstandenda vegna mikillar fjölgunar Covid-19 smita síðustu daga. Nú eru þrjátíu sjúklingar inniliggjandi með veiruna, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. 16. júní 2022 13:15 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Aukning í alvarlegum veikindum vegna Covid 27 einstaklingar liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19. Tveir eru á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda. 16. júní 2022 11:06
Landspítalinn kemur á grímuskyldu og takmarkar heimsóknir Landspítalinn hefur tekið upp grímuskyldu á ný og takmarkað heimsóknir aðstandenda vegna mikillar fjölgunar Covid-19 smita síðustu daga. Nú eru þrjátíu sjúklingar inniliggjandi með veiruna, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. 16. júní 2022 13:15