Innlent

Land­spítalinn kemur á grímu­skyldu og tak­markar heim­sóknir

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Þrjátíu sjúklingar eru inniliggjandi með Covid 19, þar af tveir á gjörgæslu.
Þrjátíu sjúklingar eru inniliggjandi með Covid 19, þar af tveir á gjörgæslu. Vísir/Einar

Landspítalinn hefur tekið upp grímuskyldu á ný og takmarkað heimsóknir aðstandenda vegna mikillar fjölgunar Covid-19 smita síðustu daga. Nú eru þrjátíu sjúklingar inniliggjandi með veiruna, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél.

Fram kemur í tilkynningu frá Landspítala að nauðsynlegt sé að bregðast við með þessum hætti en ráðstafanirnar tóku gildi klukkan 12 í dag, fimmtudaginn 16. júní.

Nú ber öllum starfsmönnum og gestum að nota grímu á spítalanum. Þá takmarkast heimsóknartími aðstandenda við einn gest í eina klukkustund.

Útbreiðsla Covid-19 sjúkdómsins hefur farið vaxandi síðustu daga en nú greinast um og yfir tvö hundruð manns með sjúkdóminn á dag. Fjöldi þeirra með Covid er þó líklega meiri en margir greinast með heimaprófi og fá greininguna því ekki staðfesta með opinberu prófi.


Tengdar fréttir

Aukning í alvarlegum veikindum vegna Covid

27 einstaklingar liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19. Tveir eru á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×