Seðlabankinn gæti aftur gripið í taumana á fasteignamarkaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. júní 2022 13:00 Gunnar Jakobsson varabankastjóri fjármálastöðuleika Seðlabankans útilokar ekki að Seðlabankinn grípi til frekari aðgerða til að reyna að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn og ofþenslu þar. Vísir/Sigurjón Varaseðlabankastjóri útilokar ekki að gripið verði til frekari aðgerða á fasteignalánamarkaði haldi ójafnvægið þar áfram. Hefði hann getað séð inn í framtíðina hefði Seðlabankinn fyrr þrengt lánsskilyrði fyrstu kaupenda Seðlabankinn kynnti í gær aðgerðir til að bregðast við ofþenslu á fasteignamarkaði þar sem gríðarleg umframeftirspurn hefur verið síðustu misseri, sem hefur svo valdið sögulegum verðhækkunum. Þannig var hámarki á fasteignalánum fyrstu kaupenda lækkað úr 90 prósentum í 85 prósent. Þá voru sett ákveðin lágmarksviðmið sem fjármálastofnanir þurfa nú að nota við útreikning fasteignalána, einkum verðtryggðra lána svo lántakendur átti sig betur á áhættu sem fylgir því að taka slík lán. Þarna var bankinn að bregðast í fyrsta skipti við heimild sem hann fékk með reglum í fyrra um hámark greiðslubyrðar í hlutfalli við tekjur neytenda. Fram hefur komið gagnrýni á að Seðlabankinn hafi átt að bregðast fyrr við þar sem þessi heimild var til staðar síðasta haust. Gunnar Jakobsson varabankastjóri fjármálastöðuleika Seðlabankans segir auðvelt að vera vitur eftir á. „Ef ég hefði vitað í september í fyrra það sem ég veit í dag og að myndum til dæmis hafa stríð í Úkraínu þá er vissulega hægt að segja að við hefðum átt að grípa til aðgerða fyrr. En í september í fyrra vissum við það ekki,“ segir hann. Hann útilokar ekki frekari inngrip á fasteignalánamarkað haldi verð áfram að hækka. „Við munum halda áfram að fylgjast með þróuninni á fasteignamarkaði og þróuninni í heild og beita þeim tækjum sem við höfum eins og tilefni gefst til,“ segir Gunnar. Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Alþingi Seðlabankinn Tengdar fréttir „Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“ Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. 15. júní 2022 19:01 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Seðlabankinn kynnti í gær aðgerðir til að bregðast við ofþenslu á fasteignamarkaði þar sem gríðarleg umframeftirspurn hefur verið síðustu misseri, sem hefur svo valdið sögulegum verðhækkunum. Þannig var hámarki á fasteignalánum fyrstu kaupenda lækkað úr 90 prósentum í 85 prósent. Þá voru sett ákveðin lágmarksviðmið sem fjármálastofnanir þurfa nú að nota við útreikning fasteignalána, einkum verðtryggðra lána svo lántakendur átti sig betur á áhættu sem fylgir því að taka slík lán. Þarna var bankinn að bregðast í fyrsta skipti við heimild sem hann fékk með reglum í fyrra um hámark greiðslubyrðar í hlutfalli við tekjur neytenda. Fram hefur komið gagnrýni á að Seðlabankinn hafi átt að bregðast fyrr við þar sem þessi heimild var til staðar síðasta haust. Gunnar Jakobsson varabankastjóri fjármálastöðuleika Seðlabankans segir auðvelt að vera vitur eftir á. „Ef ég hefði vitað í september í fyrra það sem ég veit í dag og að myndum til dæmis hafa stríð í Úkraínu þá er vissulega hægt að segja að við hefðum átt að grípa til aðgerða fyrr. En í september í fyrra vissum við það ekki,“ segir hann. Hann útilokar ekki frekari inngrip á fasteignalánamarkað haldi verð áfram að hækka. „Við munum halda áfram að fylgjast með þróuninni á fasteignamarkaði og þróuninni í heild og beita þeim tækjum sem við höfum eins og tilefni gefst til,“ segir Gunnar.
Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Alþingi Seðlabankinn Tengdar fréttir „Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“ Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. 15. júní 2022 19:01 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
„Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“ Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. 15. júní 2022 19:01