Innlent

Byggja hagkvæmt húsnæði í Reykjavík, fyrir fugla

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Fuglahúsin koma í þremur gerðum og eiga að vekja athygli almennings á fuglalífi í borginni.
Fuglahúsin koma í þremur gerðum og eiga að vekja athygli almennings á fuglalífi í borginni. Reykjavíkurborg

Tólf fuglahúsum hefur verið komið fyrir við göngugötur, græn svæði og torg í miðborg Reykjavíkur. Staðsetning húsanna er hugsuð til að skapa sýnileika fyrir almenning og vekja athygli á fuglum í umhverfinu.

Í lok maí voru sett upp 12 fuglahús við göngugötur, græn svæði eða torg í miðborginni. Staðsetning hreiðurhúsanna er í öllum tilfellum við gönguleiðir til að skapa sýnileika fyrir almenning og með því er vonast til að vekja athygli á mikilvægi fugla og líffræðilegrar fjölbreytni í borgarumhverfinu.

Samkvæmt tilkynningu Reykjavíkurborgar eru fuglahúsin af þremur ólíkum gerðum sem eru við hæfi þriggja mismunandi fuglategunda, stara, skógarþrastar og maríuerlu. Alls voru sex af húsunum fyrir stara, fjögur fyrir þresti og tvö fyrir maríuerlur.

Hin stórtæka húsnæðisuppbygging sem talað var um í kosningabaráttunni fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hefur því greinilega hafist strax eftir kosningarnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×