Selja húfu til styrktar ungu fólki sem glímir við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 14. júní 2022 14:54 Hér má sjá bleiku húfuna sem er gerð í samstarfi við 66° norður. Þorsteinn Roy Jóhannesson Góðgerðafélagið Lífskraftur hefur sölu á Lífskraftshúfum í samstarfi við 66° norður til stuðnings fjölskyldum og einstaklingum sem glíma við krabbamein og ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Félagsskapurinn Snjódrífurnar og G. Sigríður Ágústsdóttir standa fyrir góðgerðafélaginu Lífskrafti og Lífskraftsgöngunum sem félagið hefur áður boðið upp á. Sigríður fór af stað með verkefnið fyrir tveimur árum síðan þegar gengið var yfir Vatnajökul og safnað fyrir Krafti. Í ár ætluðu Snjódrífurnar að þvera Snæfellsjökul en vegna veðurs þurfti að fresta ferðinni, hundrað konur ætluðu að ganga til góðs. Á árunum 2020 og 2021 söfnuðu Snjódrífur 24 milljónum sem runnu til Lífs og Krafts að auki nýrrar krabbameinsdeildar Landspítalans. „Við förum að ári og auðvitað verður bara tvöfalt betra veður og tvöfalt skemmtilegra hjá okkur,“ segir Sigríður. Sæki um styrk til Krafts vegna frjósemismeðferða Nú hefur Lífskraftur sölu á húfum í samstarfi við 66° norður til styrktar málefninu en húfuna má finna á vefverslun 66°norður. Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts segir 70 unga einstaklinga greinast með krabbamein árlega og standa frammi fyrir þeirri áskorun að þurfa að takast á við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Ágóðinn af sölunni mun renna til Krafts og verður hann nýttur í það að styðja við bakið á ungu fólki sem lendir í ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Samkvæmt Huldu styður Kraftur við bakið á fólki í þessari stöðu nú þegar en margir hverjir sækja um styrk til félagsins vegna frjósemismeðferða. „Fyrir ungt fólk sem er að koma undir sig fótunum er þetta mikið högg fjárhagslega.“ Nánari upplýsingar um söfnunina og styrktarleiðir má finna á lífskraftur.is. Einnig er hægt að styðja við Lífskraft með því að leggja inn á reikning 0133-26-002986 kt. 501219-0290. Hlusta má á viðtal við Sigríði og Huldu um málefnið í spilaranum hér: Heilbrigðismál Bítið Frjósemi Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Félagsskapurinn Snjódrífurnar og G. Sigríður Ágústsdóttir standa fyrir góðgerðafélaginu Lífskrafti og Lífskraftsgöngunum sem félagið hefur áður boðið upp á. Sigríður fór af stað með verkefnið fyrir tveimur árum síðan þegar gengið var yfir Vatnajökul og safnað fyrir Krafti. Í ár ætluðu Snjódrífurnar að þvera Snæfellsjökul en vegna veðurs þurfti að fresta ferðinni, hundrað konur ætluðu að ganga til góðs. Á árunum 2020 og 2021 söfnuðu Snjódrífur 24 milljónum sem runnu til Lífs og Krafts að auki nýrrar krabbameinsdeildar Landspítalans. „Við förum að ári og auðvitað verður bara tvöfalt betra veður og tvöfalt skemmtilegra hjá okkur,“ segir Sigríður. Sæki um styrk til Krafts vegna frjósemismeðferða Nú hefur Lífskraftur sölu á húfum í samstarfi við 66° norður til styrktar málefninu en húfuna má finna á vefverslun 66°norður. Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts segir 70 unga einstaklinga greinast með krabbamein árlega og standa frammi fyrir þeirri áskorun að þurfa að takast á við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Ágóðinn af sölunni mun renna til Krafts og verður hann nýttur í það að styðja við bakið á ungu fólki sem lendir í ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Samkvæmt Huldu styður Kraftur við bakið á fólki í þessari stöðu nú þegar en margir hverjir sækja um styrk til félagsins vegna frjósemismeðferða. „Fyrir ungt fólk sem er að koma undir sig fótunum er þetta mikið högg fjárhagslega.“ Nánari upplýsingar um söfnunina og styrktarleiðir má finna á lífskraftur.is. Einnig er hægt að styðja við Lífskraft með því að leggja inn á reikning 0133-26-002986 kt. 501219-0290. Hlusta má á viðtal við Sigríði og Huldu um málefnið í spilaranum hér:
Heilbrigðismál Bítið Frjósemi Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira