Íslenski boltinn

Ingvar meiddist með landsliðinu og missir af umspilinu

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ingvar Jónsson verður frá næstu vikur.
Ingvar Jónsson verður frá næstu vikur. Vísir/Bára

Ingvar Jónsson, markvörður Víkings í Reykjavík, verður frá næstu vikurnar vegna sprungu í handarbeini. Hann missir af umspili Víkinga í Meistaradeild Evrópu.

Ingvar var í landsliðshópi Íslands er liðið keppti þrjá leiki í Þjóðadeild og einn æfingaleik á síðustu vikum. Hann meiddist hins vegar í upphitun fyrir æfingaleikinn við San Marínó.

Fótbolti.net greinir frá því að Ingvar hafi fengið á sig tvö skot í einu og meiðst er hann reyndi að verjast því að fá annan boltann í andlitið. Afleiðingarnar hafi verið þær að sprunga myndaðist í beini í hönd hans.

Ingvar mun því missa af komandi leik Víkings við ÍBV í Vestmannaeyjum á miðvikudag og einnig umspilsleikina í Meistaradeild Evrópu í næstu viku.

Hann missir þá líklega af fleiri leikjum í kjölfarið þó óljóst sé hversu lengi hann verður frá. Hann verður í gifsi í tvær vikur og staðan verður tekin betur í kjölfarið.

Þórður Ingason mun fylla skarð Ingvars næstu vikur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.