Íhugar að selja Everton eftir erfiða eignartíð Valur Páll Eiríksson skrifar 14. júní 2022 12:01 Moshiri hefur ekki átt sjö dagana sæla í Liverpool-borg. Alex Livesey/Getty Images Farhad Moshiri, meirihlutaeigandi í Everton á Englandi, íhugar að selja félagið ef marka má breska fjölmiðla. Moshiri bað stuðningsmenn félagsins afsökunar á mistökum sem hafa verið gerð í hans eigendatíð. Moshiri keypti helmingshlut í Everton í febrúar árið 2016, af Englendingnum Bill Kenwright. Margur Everton-stuðningsmaðurinn fagnaði komu hans þar sem félagið virtist vera að falla aftur úr samkeppnisaðilum sínum sökum smárra fjármuna Kenwright í samanburði. Óhætt er að segja að Moshiri hafi lagt mikið fé í Everton en liðið hefur eytt meira en 560 milljónum punda í leikmannakaup frá því að hann mætti á svæðið. Þrátt fyrir það var félagið nærri því að falla úr ensku úrvalsdeildinni í vor og bjargaði sér í næstsíðustu umferð. Ráðning á Rafael Benítez, fyrrum þjálfara Liverpool, féll ekki vel í kramið hjá Everton-mönnum og þá gat félagið litlu sem engu eytt á leikmannamarkaðnum vegna bruðls síðustu ára og hættu á að brjóta FFP-reglur, sem snúa að fjárhagslegri háttvísi. Moshiri sendi frá sér opið bréf í síðustu viku þar sem hann bað stuðningsmenn félagsins afsökunar á þeim mistökum sem hafi verið gerð síðustu misseri. Fregnir frá Englandi herma að hann íhugi nú að selja félagið, en aðeins eru örfáir mánuðir síðan hann stækkaði hlut sinn úr rúmum 50 prósentum í 94 prósent, í janúar á þessu ári. The Athletic greinir frá því að Peter Kenyon, fyrrum stjórnarformaður hjá Manchester United og Chelsea, fari fyrir fjárfestingarhópi sem hyggist kaupa félagið. Gylfi Þór Sigurðsson er samningsbundinn Everton en hefur ekki spilað með félaginu frá því að hann var tekinn fastur, grunaður um kynferðisbrot, í júlí í fyrra. Samningur hans rennur út 30. júní næstkomandi og verður ekki endurnýjaður. Grétar Rafn Steinsson var starfsmaður félagsins frá 2018 þar til í desember í fyrra, þegar honum var sagt upp ásamt Marcel Brands, sem var yfirmaður knattspyrnumála. Enski boltinn Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Sjá meira
Moshiri keypti helmingshlut í Everton í febrúar árið 2016, af Englendingnum Bill Kenwright. Margur Everton-stuðningsmaðurinn fagnaði komu hans þar sem félagið virtist vera að falla aftur úr samkeppnisaðilum sínum sökum smárra fjármuna Kenwright í samanburði. Óhætt er að segja að Moshiri hafi lagt mikið fé í Everton en liðið hefur eytt meira en 560 milljónum punda í leikmannakaup frá því að hann mætti á svæðið. Þrátt fyrir það var félagið nærri því að falla úr ensku úrvalsdeildinni í vor og bjargaði sér í næstsíðustu umferð. Ráðning á Rafael Benítez, fyrrum þjálfara Liverpool, féll ekki vel í kramið hjá Everton-mönnum og þá gat félagið litlu sem engu eytt á leikmannamarkaðnum vegna bruðls síðustu ára og hættu á að brjóta FFP-reglur, sem snúa að fjárhagslegri háttvísi. Moshiri sendi frá sér opið bréf í síðustu viku þar sem hann bað stuðningsmenn félagsins afsökunar á þeim mistökum sem hafi verið gerð síðustu misseri. Fregnir frá Englandi herma að hann íhugi nú að selja félagið, en aðeins eru örfáir mánuðir síðan hann stækkaði hlut sinn úr rúmum 50 prósentum í 94 prósent, í janúar á þessu ári. The Athletic greinir frá því að Peter Kenyon, fyrrum stjórnarformaður hjá Manchester United og Chelsea, fari fyrir fjárfestingarhópi sem hyggist kaupa félagið. Gylfi Þór Sigurðsson er samningsbundinn Everton en hefur ekki spilað með félaginu frá því að hann var tekinn fastur, grunaður um kynferðisbrot, í júlí í fyrra. Samningur hans rennur út 30. júní næstkomandi og verður ekki endurnýjaður. Grétar Rafn Steinsson var starfsmaður félagsins frá 2018 þar til í desember í fyrra, þegar honum var sagt upp ásamt Marcel Brands, sem var yfirmaður knattspyrnumála.
Enski boltinn Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Sjá meira