Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júní 2022 23:47 Stephen G. Mack aðstoðaraðmíráll og Ad van de Sande sjóliðsforingi kynntu kafbátaleitaræfingu NATO fyrir fréttamönnum um borð í einu skipanna í dag. Vísir/Einar Herskip frá sex NATO-ríkjum taka nú þátt í kafbátarleitaræfingu sem fer fram í Norður-Atlantshafi næstu tvær vikur. Aðstoðaraðmíráll segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki fyrir NATO. Kafbátaleitaræfingin Dynamic Mongoose fer fram á tveggja ára fresti og hefur verið haldin síðan 2012. Ísland og Noregur skiptast á að vera gistiríki hennar en Noregur gegnir því hlutverki að þessu sinni. Bein þátttaka Íslands í æfingunni er því takmörkuð þetta árið. Herskip úr fastaflota Atlantshafsbandalagsins hafa þó verið við landið undanfarna daga til að stilla saman strengi fyrir æfinguna og sinna lokaundirbúningi. Flotinn mun halda út á Noregshaf í dag þar sem hann verður við æfingar til 24. júní. Herflotinn er nú á siglingu norður í Noregshaf þar sem æfingin fer fram næstu daga.Vísir/Einar „Markmið ofansjávarflotans, sem ég stjórna, er að æfa og verða betri í kafbátavörnum. Æfingin stendur í um tvær vikur. Skipin mín halda hópinn. Þessi sjö skip úr flotadeildinni vinna saman á Norður-Atlantshafinu á okkar starfssvæði,“ segir Ad van de Sand, sjóliðsforingi. Kafbátavirkni um allan heim hafi aukist á undanförnum árum. „Við höfum vissulega fylgst með kafbátaferðum í Norður-Atlantshafi og um allan heim og það er ótvírætt að kafbátavirkni fer vaxandi,“ segir Stephen G. Mack, aðstoðaraðmíráll. Eitt herskipa NATO við Sundahöfn í Reykjavík í morgun.Vísir/Einar Mikilvægt sé að NATO sé tilbúið til að bregðast við þurfi þess. „Hvað kafbátavarnir varðar munum við halda áfram að hafa NATO algerlega viðbúið öllu sem NATO þarf að bregðast við,“ segir Mack. Ísland gegni mikilvægu hlutverki fyrir NATO. „Ég held að Ísland muni alltaf gegna hernaðarlegu lykilhlutverki vegna landfræðilegrar legu landsins, hins nána samstarfs sem við höfum og þess stuðnings sem við fáum.“ NATO Hernaður Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Kafbátaleitaræfingin Dynamic Mongoose fer fram á tveggja ára fresti og hefur verið haldin síðan 2012. Ísland og Noregur skiptast á að vera gistiríki hennar en Noregur gegnir því hlutverki að þessu sinni. Bein þátttaka Íslands í æfingunni er því takmörkuð þetta árið. Herskip úr fastaflota Atlantshafsbandalagsins hafa þó verið við landið undanfarna daga til að stilla saman strengi fyrir æfinguna og sinna lokaundirbúningi. Flotinn mun halda út á Noregshaf í dag þar sem hann verður við æfingar til 24. júní. Herflotinn er nú á siglingu norður í Noregshaf þar sem æfingin fer fram næstu daga.Vísir/Einar „Markmið ofansjávarflotans, sem ég stjórna, er að æfa og verða betri í kafbátavörnum. Æfingin stendur í um tvær vikur. Skipin mín halda hópinn. Þessi sjö skip úr flotadeildinni vinna saman á Norður-Atlantshafinu á okkar starfssvæði,“ segir Ad van de Sand, sjóliðsforingi. Kafbátavirkni um allan heim hafi aukist á undanförnum árum. „Við höfum vissulega fylgst með kafbátaferðum í Norður-Atlantshafi og um allan heim og það er ótvírætt að kafbátavirkni fer vaxandi,“ segir Stephen G. Mack, aðstoðaraðmíráll. Eitt herskipa NATO við Sundahöfn í Reykjavík í morgun.Vísir/Einar Mikilvægt sé að NATO sé tilbúið til að bregðast við þurfi þess. „Hvað kafbátavarnir varðar munum við halda áfram að hafa NATO algerlega viðbúið öllu sem NATO þarf að bregðast við,“ segir Mack. Ísland gegni mikilvægu hlutverki fyrir NATO. „Ég held að Ísland muni alltaf gegna hernaðarlegu lykilhlutverki vegna landfræðilegrar legu landsins, hins nána samstarfs sem við höfum og þess stuðnings sem við fáum.“
NATO Hernaður Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent