Innlent

Ís­land gegni enn mikil­­vægu hlut­­verki fyrir NATO í Norður-At­lants­hafi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Stephen G. Mack aðstoðaraðmíráll og Ad van de Sande sjóliðsforingi kynntu kafbátaleitaræfingu NATO fyrir fréttamönnum um borð í einu skipanna í dag.
Stephen G. Mack aðstoðaraðmíráll og Ad van de Sande sjóliðsforingi kynntu kafbátaleitaræfingu NATO fyrir fréttamönnum um borð í einu skipanna í dag. Vísir/Einar

Herskip frá sex NATO-ríkjum taka nú þátt í kafbátarleitaræfingu sem fer fram í Norður-Atlantshafi næstu tvær vikur. Aðstoðaraðmíráll segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki fyrir NATO.

Kafbátaleitaræfingin Dynamic Mongoose fer fram á tveggja ára fresti og hefur verið haldin síðan 2012. Ísland og Noregur skiptast á að vera gistiríki hennar en Noregur gegnir því hlutverki að þessu sinni. Bein þátttaka Íslands í æfingunni er því takmörkuð þetta árið.

Herskip úr fastaflota Atlantshafsbandalagsins hafa þó verið við landið undanfarna daga til að stilla saman strengi fyrir æfinguna og sinna lokaundirbúningi. Flotinn mun halda út á Noregshaf í dag þar sem hann verður við æfingar til 24. júní.

Herflotinn er nú á siglingu norður í Noregshaf þar sem æfingin fer fram næstu daga.Vísir/Einar

„Markmið ofansjávarflotans, sem ég stjórna, er að æfa og verða betri í kafbátavörnum. Æfingin stendur í um tvær vikur. Skipin mín halda hópinn. Þessi sjö skip úr flotadeildinni vinna saman á Norður-Atlantshafinu á okkar starfssvæði,“ segir Ad van de Sand, sjóliðsforingi. 

Kafbátavirkni um allan heim hafi aukist á undanförnum árum.

„Við höfum vissulega fylgst með kafbátaferðum í Norður-Atlantshafi og um allan heim og það er ótvírætt að kafbátavirkni fer vaxandi,“ segir Stephen G. Mack, aðstoðaraðmíráll.

Eitt herskipa NATO við Sundahöfn í Reykjavík í morgun.Vísir/Einar

Mikilvægt sé að NATO sé tilbúið til að bregðast við þurfi þess.

„Hvað kafbátavarnir varðar munum við halda áfram að hafa NATO algerlega viðbúið öllu sem NATO þarf að bregðast við,“ segir Mack. 

Ísland gegni mikilvægu hlutverki fyrir NATO.

„Ég held að Ísland muni alltaf gegna hernaðarlegu lykilhlutverki vegna landfræðilegrar legu landsins, hins nána samstarfs sem við höfum og þess stuðnings sem við fáum.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.