Fjármálaáætlun og aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar teknar fyrir á þinginu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. júní 2022 15:45 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Alls voru 23 mál á dagskrá þingsins í dag en tólf mál stóðu eftir klukkan þrjú, þar á meðal umræða um fjármálaáætlun næstu fimm ára og fjáraukalög 2022. Gera má ráð fyrir að fundurinn standi yfir í nokkurn tíma en aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar verða einnig til umræðu. Síðari umræða um fjármálaáætlun fyrir árið 2023 til 2027 hófst á Alþingi á fjórða tímanum í dag þar sem þingsályktunartillaga fjármála- og efnahagsráðherra var til umræðu. Fjárlaganefnd Alþingis lauk störfum á þessu vorþingi síðastliðinn föstudag með afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára en stjórnarflokkarnir höfðu gert ýmsar breytingar til aðhalds til að sporna gegn þenslu og verðbólgu. Alls ætlar ríkið að spara tæpa tuttugu og sex milljarða króna. Sjö þingmenn voru á mælendaskrá þegar þessi frétt var skrifuð, Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum, Kristrún Frostadóttir frá Samfylkingunni, Guðmundur Ingi Kristinsson frá Flokki fólksins, Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn, Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokknum, Jóhann Páll Jóhannsson frá Samfylkingunni, og Stefán Vagn Stefánsson frá Framsóknarflokknum. „Ég hef verulegar áhyggjur af þessu, að mínu mati er þetta til þess fallið að ala frekar á sundrungu í staðinn fyrir samstöðu í samfélaginu,“ sagði Kristrún Frostadóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. „Þegar það er grafið svona undan velferðarþjónustunni þá elur það á vantrú fólks um að við getum í rauninni staðið saman sem samfélag.“ Stór mál á dagskrá í vikunni Þingfundur hófst með óundirbúnum fyrirspurnum klukkan hálf tólf í dag þar sem forsætisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra, voru til svara. Alls voru sex fyrirspurnir, þrjár til forsætisráðherra, tvær til heilbrigðisráðherra, og ein til menningar- og viðskiptaráðherra. Rammaáætlun, fjármálaáætlun næstu ára og geðheilbrigðismál voru hæst á baugi. Í kjölfarið voru ellefu mál tekin fyrir og atkvæði greidd um þau áður en þingmenn tóku hlé klukkan eitt. Til stóð að þingfundur myndi hefjast aftur klukkutíma og korteri síðar en honum var frestað aftur um korter í þrígang. Klukkan þrjú kom þingið loks aftur. Tólf mál eru til umræðu nú seinni partinn og má gera ráð fyrir að fundurinn standi yfir í nokkurn tíma en til viðbótar við fjármálaáætlunina er umræða um fjáraukalög 2022 síðasta málið á dagskrá. Dómsmálaráðherra dró umdeilt útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi fyrir helgi og frestaði því fram á haust en stjórnarflokkarnir komust að samkomulagi um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. Þriðja rammaáætlunin verður því lögð fram fyrir þingið í vikunni en þegar hefur verið greint frá andstöðu, meðal annars innan raða VG. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Furðar sig á afstöðu Vinstri grænna: „Þetta er hrikaleg afturför“ Fyrrverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar í stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir breytingar í nýrri rammaáætlun mikla afturför og telur ljóst að Vinstri græn hafi verið beitt þrýstingi. Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að rammáætlun verði samþykkt á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. 12. júní 2022 19:32 Aðgerðirnar til þess fallnar að ala á sundrungu í stað samstöðu Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýkynntar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum helst bitna á grunnþjónustunni við landsmenn á meðan aðrir sleppi algerlega. Ríkisstjórnin sé að grafa undan velferðarþjónustu þar sem almennum borgurum er kastað fyrir bílinn. 11. júní 2022 21:08 Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. 9. júní 2022 19:20 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sjá meira
Síðari umræða um fjármálaáætlun fyrir árið 2023 til 2027 hófst á Alþingi á fjórða tímanum í dag þar sem þingsályktunartillaga fjármála- og efnahagsráðherra var til umræðu. Fjárlaganefnd Alþingis lauk störfum á þessu vorþingi síðastliðinn föstudag með afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára en stjórnarflokkarnir höfðu gert ýmsar breytingar til aðhalds til að sporna gegn þenslu og verðbólgu. Alls ætlar ríkið að spara tæpa tuttugu og sex milljarða króna. Sjö þingmenn voru á mælendaskrá þegar þessi frétt var skrifuð, Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum, Kristrún Frostadóttir frá Samfylkingunni, Guðmundur Ingi Kristinsson frá Flokki fólksins, Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn, Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokknum, Jóhann Páll Jóhannsson frá Samfylkingunni, og Stefán Vagn Stefánsson frá Framsóknarflokknum. „Ég hef verulegar áhyggjur af þessu, að mínu mati er þetta til þess fallið að ala frekar á sundrungu í staðinn fyrir samstöðu í samfélaginu,“ sagði Kristrún Frostadóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. „Þegar það er grafið svona undan velferðarþjónustunni þá elur það á vantrú fólks um að við getum í rauninni staðið saman sem samfélag.“ Stór mál á dagskrá í vikunni Þingfundur hófst með óundirbúnum fyrirspurnum klukkan hálf tólf í dag þar sem forsætisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra, voru til svara. Alls voru sex fyrirspurnir, þrjár til forsætisráðherra, tvær til heilbrigðisráðherra, og ein til menningar- og viðskiptaráðherra. Rammaáætlun, fjármálaáætlun næstu ára og geðheilbrigðismál voru hæst á baugi. Í kjölfarið voru ellefu mál tekin fyrir og atkvæði greidd um þau áður en þingmenn tóku hlé klukkan eitt. Til stóð að þingfundur myndi hefjast aftur klukkutíma og korteri síðar en honum var frestað aftur um korter í þrígang. Klukkan þrjú kom þingið loks aftur. Tólf mál eru til umræðu nú seinni partinn og má gera ráð fyrir að fundurinn standi yfir í nokkurn tíma en til viðbótar við fjármálaáætlunina er umræða um fjáraukalög 2022 síðasta málið á dagskrá. Dómsmálaráðherra dró umdeilt útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi fyrir helgi og frestaði því fram á haust en stjórnarflokkarnir komust að samkomulagi um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. Þriðja rammaáætlunin verður því lögð fram fyrir þingið í vikunni en þegar hefur verið greint frá andstöðu, meðal annars innan raða VG.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Furðar sig á afstöðu Vinstri grænna: „Þetta er hrikaleg afturför“ Fyrrverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar í stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir breytingar í nýrri rammaáætlun mikla afturför og telur ljóst að Vinstri græn hafi verið beitt þrýstingi. Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að rammáætlun verði samþykkt á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. 12. júní 2022 19:32 Aðgerðirnar til þess fallnar að ala á sundrungu í stað samstöðu Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýkynntar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum helst bitna á grunnþjónustunni við landsmenn á meðan aðrir sleppi algerlega. Ríkisstjórnin sé að grafa undan velferðarþjónustu þar sem almennum borgurum er kastað fyrir bílinn. 11. júní 2022 21:08 Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. 9. júní 2022 19:20 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sjá meira
Furðar sig á afstöðu Vinstri grænna: „Þetta er hrikaleg afturför“ Fyrrverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar í stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir breytingar í nýrri rammaáætlun mikla afturför og telur ljóst að Vinstri græn hafi verið beitt þrýstingi. Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að rammáætlun verði samþykkt á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. 12. júní 2022 19:32
Aðgerðirnar til þess fallnar að ala á sundrungu í stað samstöðu Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýkynntar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum helst bitna á grunnþjónustunni við landsmenn á meðan aðrir sleppi algerlega. Ríkisstjórnin sé að grafa undan velferðarþjónustu þar sem almennum borgurum er kastað fyrir bílinn. 11. júní 2022 21:08
Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. 9. júní 2022 19:20
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent