Furðar sig á afstöðu Vinstri grænna: „Þetta er hrikaleg afturför“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. júní 2022 19:32 Þórunn Sveinbjarnardóttir telur ljóst að Vinstri græn hafi látið undan þrýstingi samstarfsflokka sinna í ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar í stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir breytingar í nýrri rammaáætlun mikla afturför og telur ljóst að Vinstri græn hafi verið beitt þrýstingi. Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að rammáætlun verði samþykkt á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. Ný rammaáætlun hefur ekki verið lögð fyrir Alþingi í níu ár, frá því að annar áfangi áætluninnar var samþykktur árið 2013. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar samþykkti í gær breytingartillögur ríkisstjórnarflokkanna og verður áætlunin lögð fram í vikunni. Náttúruverndarsinnar þurfi nú að taka upp símann og ræða við sína þingmenn. „Það er mikið gleðiefni að það sé verið að afgreiða þriðja áfanga rammaáætlunar þannig að við höfum verkfæri og við höfum mat og skipulag á því sem viljum gera, hvar við verndum gegn orkunotkun og hvar við leyfum nýtingu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra. Augljóst að Vinstri græn hafi látið undan þrýstingi Breytingatillögurnar sem stjórnarflokkarnir lögðu fram hafa þó vakið athygli en lagt var til að færa ákveðna virkjunarkosti á milli flokka. Stöð 2 Það þarf að afgreiða rammaáætlun en það er ekki sama hvernig það er gert,“ segir Þórunn um málið en hún segir tillögurnar marka ákveðin vatnaskil þegar kemur að stöðu VG sem náttúruverndarhreyfingar. „Það er augljóst að Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur látið undan þrýstingi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.“ Bjarni Jónsson, varaformaður Vinstri grænna í umhverfis og samgöngunefnd, neitaði að skrifa undir álit meirihlutans um breytingatillögurnar og mótmælti harðlega flutningi Héraðsvatna úr verndarflokk í biðflokk. Stöð 2 Hrikalegt bakslag í náttúruvernd á Íslandi Einhver góð tíðindi eru þó í tillögunum, til að mynda voru einhverjir kostir færðir úr nýtingarflokki í biðflokk. Í heildina litið eru þær þó ekki til bóta að sögn Þórunnar. „Ég ætla kannski ekki að segja að þetta sé ósigur Vinstri grænna en þetta er hrikaleg afturför, hrikalegt bakslag í náttúruvernd á Íslandi, ef þessar tillögur verða samþykktar,“ segir hún. Þingflokksformaður Vinstri grænna greindi frá því í hádegisfréttum að hann ætti von á að meirihlutinn samþykki rammaáætlunina með breytingartillögunum, þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. Það væri í andstöðu við baráttu VG í gegnum tíðina að sögn Þórunnar en Samfylkingin mun líklegast leggja fram sínar eigin breytingartillögur í vikunni. „Ég held að það sé alveg ljóst að allir náttúruverndarsinnar á Íslandi þurfa núna að taka upp símann og ræða við þingmennina sína um þessa breytingartillögu meirihlutans,“ segir Þórunn. Umhverfismál Vinstri græn Samfylkingin Orkumál Alþingi Tengdar fréttir Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. 12. júní 2022 12:29 Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Ný rammaáætlun hefur ekki verið lögð fyrir Alþingi í níu ár, frá því að annar áfangi áætluninnar var samþykktur árið 2013. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar samþykkti í gær breytingartillögur ríkisstjórnarflokkanna og verður áætlunin lögð fram í vikunni. Náttúruverndarsinnar þurfi nú að taka upp símann og ræða við sína þingmenn. „Það er mikið gleðiefni að það sé verið að afgreiða þriðja áfanga rammaáætlunar þannig að við höfum verkfæri og við höfum mat og skipulag á því sem viljum gera, hvar við verndum gegn orkunotkun og hvar við leyfum nýtingu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra. Augljóst að Vinstri græn hafi látið undan þrýstingi Breytingatillögurnar sem stjórnarflokkarnir lögðu fram hafa þó vakið athygli en lagt var til að færa ákveðna virkjunarkosti á milli flokka. Stöð 2 Það þarf að afgreiða rammaáætlun en það er ekki sama hvernig það er gert,“ segir Þórunn um málið en hún segir tillögurnar marka ákveðin vatnaskil þegar kemur að stöðu VG sem náttúruverndarhreyfingar. „Það er augljóst að Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur látið undan þrýstingi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.“ Bjarni Jónsson, varaformaður Vinstri grænna í umhverfis og samgöngunefnd, neitaði að skrifa undir álit meirihlutans um breytingatillögurnar og mótmælti harðlega flutningi Héraðsvatna úr verndarflokk í biðflokk. Stöð 2 Hrikalegt bakslag í náttúruvernd á Íslandi Einhver góð tíðindi eru þó í tillögunum, til að mynda voru einhverjir kostir færðir úr nýtingarflokki í biðflokk. Í heildina litið eru þær þó ekki til bóta að sögn Þórunnar. „Ég ætla kannski ekki að segja að þetta sé ósigur Vinstri grænna en þetta er hrikaleg afturför, hrikalegt bakslag í náttúruvernd á Íslandi, ef þessar tillögur verða samþykktar,“ segir hún. Þingflokksformaður Vinstri grænna greindi frá því í hádegisfréttum að hann ætti von á að meirihlutinn samþykki rammaáætlunina með breytingartillögunum, þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. Það væri í andstöðu við baráttu VG í gegnum tíðina að sögn Þórunnar en Samfylkingin mun líklegast leggja fram sínar eigin breytingartillögur í vikunni. „Ég held að það sé alveg ljóst að allir náttúruverndarsinnar á Íslandi þurfa núna að taka upp símann og ræða við þingmennina sína um þessa breytingartillögu meirihlutans,“ segir Þórunn.
Umhverfismál Vinstri græn Samfylkingin Orkumál Alþingi Tengdar fréttir Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. 12. júní 2022 12:29 Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. 12. júní 2022 12:29
Héraðsvötn færð í biðflokk: „Ég er mjög dapur yfir þessari niðurstöðu sem ég styð ekki“ Þingmaður Vinstri grænna ritar ekki undir álit meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Hann segir niðurstöðu meirihlutans vera sér mikil vonbrigði og þar standi hæst að Héraðsvötn í Skagafirði hafi verið færð í biðflokk úr verndunarflokki. 11. júní 2022 19:39