Innlent

Mý­vetningar til­heyra nú Þing­eyjar­sveit

Eiður Þór Árnason skrifar
Sveitarfélögin sameinuðust síðasta sumar. 
Sveitarfélögin sameinuðust síðasta sumar.  Vísir/Vilhelm

Sameinað sveitarfélag Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur hlotið heitið Þingeyjarsveit. Þetta var ákveðið á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar en meirihluti þátttakenda valdi heitið í ráðgefandi skoðanakönnunum sem gerðar voru meðal íbúa.

Valið stóð þá milli Goðaþings, Laxársveitar, Suðurþings og Þingeyjarsveitar. Sveitarstjórnin var samróma í ákvörðun sinni, að því er fram kemur á vef sveitarfélagsins

„Heitið Þingeyjarsveit hefur þann kost að það er að upplagi samheiti nokkurra hreppa sem sameinuðust á tímabilinu 2002 – 2008 og fær nú víðari merkingu með aðkomu Mývetninga. TIl hamingju allir íbúar Þingeyjarsveitar.“

Sameining Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar var samþykkt í atkvæðagreiðslu í júní 2021 og voru um tveir af hverjum þremur samþykkir sameiningunni.

E-listinn bar sigur úr býtum í sveitarstjórnarkosningum í sameinaða sveitarfélaginu í maí. Hlaut E-listinn fimm fulltrúa af níu í sveitarstjórn og K-listinn rest.


Tengdar fréttir

E-listinn vann sigur í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi

E-listinn bar sigur úr bítum í sveitarstjórnarkosningum í sameinuðu sveitarfélagi Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps. Alls greiddu 819 atkvæði í sveitarfélaginu en 1.033 eru á kjörskrá í sveitarfélaginu. 

Munu kjósa milli fjögurra nafna á sam­einuðu sveitar­fé­lagi

Íbúar Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit munu kjósa milli fjögurra tillagna að nafni á sameiginlegu sveitarfélagi í rafrænni skoðanakönnun í næsta mánuði. Valið stendur milli nafnanna Goðaþings, Laxársveitar, Suðurþings og Þingeyjarsveitar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.