Innlent

Þessi nöfn koma til greina á sam­einuðu sveitar­fé­lagi

Atli Ísleifsson skrifar
Reykjahlíð að sumri. Reykjahlið er að finna í Skútustaðahreppi.
Reykjahlíð að sumri. Reykjahlið er að finna í Skútustaðahreppi. Vísir/Vilhelm

Undirbúningsstjórn sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur sent örnefnanefnd átta tillögur að nafni á sameinuðu sveitarfélagi til umsagnar.

Frá þessu segir í pistli Sveins Margeirssonar, sveitarstjóra Skútustaðahrepps, sem sendur var á fjölmiðla í morgun. Þar segir að rafrænni hugmyndasöfnun um nafn á sameinuðu sveitarfélagi hafi lokið fyrir um viku og hafi þar borist 281 tillaga.

Undirbúningsstjórn fór svo yfir tillögurnar og hefur nú valið átta heiti sem fara til umsagnar Örnefnanefndar. Nefndin á að skila rökstuddu áliti sínu innan þriggja vikna.

„Þegar umsagnir liggja fyrir, verður íbúum sveitarfélaganna boðið að taka þátt í ráðgefandi rafrænni skoðanakönnun sem fer fram í lok mars eða apríl. Þátttaka verður með rafrænum skilríkjum. Ný sveitarstjórn ákveður heiti sveitarfélagsins að afloknum sveitarstjórnarkosningum.“

Þær átta tillögur af nafni sameinaðs sveitarfélags sem sendar voru um umsagnar Örnefnanefndar voru:

  • Goðaþing
  • Þingeyjarsveitir
  • Laxárþing
  • Andaþing
  • Mýþing
  • Hraunborg
  • Suðurþing
  • Fossaþing

Íbúar í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi samþykktu að sameina sveitarfélögin í kosningu sem fór 5. júní síðastliðinn. Um tveir af hverjum þremur samþykktu sameininguna í báðum sveitarfélögum.

Íbúafjöldi Þingeyjarsveitar í ársbyrjun 2021 var um 850, en í Skútustaðahreppur var fjöldinn um 470 manns. Laugar eru að finna í Þingeyjarsveit og Reykjahlíð í Skútustaðahreppi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×