Arnar og Davíð gætu slegist um leikmenn í haust Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2022 13:00 Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson stýrðu einu sinni A-landsliðinu saman, haustið 2020 þegar þáverandi þjálfarar voru í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. VÍSIR/VILHELM Með frábærum árangri sínum síðustu daga hefur U21-landsliðið í fótbolta búið til ákveðið „vandamál“ sem þjálfarar A- og U21-landsliðanna þurfa að takast á við í september. Nú er nefnilega ljóst að A-landsliðið og U21-landsliðið munu spila leik og leiki sem skipta máli, á sama tíma í landsleikjaglugganum 19.-27. september. Sams konar staða var uppi núna í júní og þó að fyrirsögnin á þessari grein gefi annað í skyn þá hafa þeir Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson ekki slegist heldur rætt saman um skynsamlega lausn varðandi það hvort leikmenn fæddir 2000 eða síðar ættu að vera í A- eða U21-landsliðinu. Þannig tala þeir að minnsta kosti út á við og hafa gert í sinni stjórnartíð. Það sem flækir stöðuna í september er að U21-landsliðið leikur þá tvo umspilsleiki við aðra þjóð um eitt laust sæti í lokakeppni EM. Dregið verður í umspilið eftir átta daga. Fyrir leikina í júní var ekki vitað hvort að nokkur möguleiki væri fyrir U21-landsliðið á að ná sæti á EM en svo unnu Íslendingar alla þrjá leiki sína og önnur úrslit féllu með liðinu. Í umspil um EM-sæti eða leik sem gæti skilað EM-umspili? Í haust er öruggt að umspilsleikirnir tveir ráða úrslitum um hvort Ísland kemst á EM í þriðja sinn – á Evrópumót sem auk þess ræður því hvaða landslið komast á Ólympíuleikana í París 2024. Leikur A-landsliðsins í haust, gegn Albaníu, ræður því sömuleiðis hvar Ísland endar í sínum riðli í Þjóðadeildinni. Það skiptir máli varðandi möguleikann á komast á EM í Þýskalandi 2024. Ef A-landsliðið tapar ekki gegn Ísrael á Laugardalsvelli í kvöld á liðið enn möguleika á efsta sæti síns riðils, sem gefur sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir undankeppni EM og einnig öruggt sæti í EM-umspili ef til þarf. Það eru efnilegir leikmenn í U21-landsliðinu, þar á meðal Kristian Nökkvi Hlynsson sem Arnar Þór Viðarsson A-landsliðsþjálfari gæti rennt hýru auga til.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Níu í A-landsliðinu sem mættu spila með U21 Það er heill hellingur af leikmönnum í A-landsliðinu núna sem gjaldgengir væru í leiki með U21-landsliðinu. Þar að auki heilluðu leikmenn á borð við Kristian Nökkva Hlynsson, Kristal Mána Ingason og fleiri með frammistöðu sinni í U21-landsliðinu og gætu verið freistandi kostir fyrir Arnar í september. Alls hafa níu leikmenn fæddir 2000 eða síðar verið í A-landsliðshópnum í einum eða fleiri leikjum núna í júní: Patrik Sigurður Gunnarsson Valgeir Lunddal Friðriksson Mikael Egill Ellertsson Ísak Bergmann Jóhannesson Hákon Arnar Haraldsson Þórir Jóhann Helgason Andri Lucas Guðjohnsen Atli Barkarson Bjarki Steinn Bjarkason Bjarki hóf reyndar törnina í A-landsliðshópnum en var svo færður í U21-landsliðið og spilaði í 5-0 sigrinum gegn Kýpur á laugardaginn og 3-1 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi. Atli var kallaður í A-landsliðið úr U21-landsliðinu eftir leikinn gegn Ísrael 2. júní vegna meiðsla Willums Þórs Willumssonar. Hefur gerst að U21-landsliðið fái forgang Nú er bara að sjá hvort hefur forgang, A-landsliðið eða U21-landsliðið, þegar til kastanna kemur í september. Eða kannski tala þjálfararnir sig saman um lausn sem báðir eru ánægðir með. Alla jafna hefur A-landslið forgang fram yfir U21-landslið en fordæmi er fyrir því að U21-landsliðið hafi algjöran forgang. Það var í aðdraganda þess að Ísland komst í fyrsta sinn í lokakeppni EM U21-landsliða, sumarið 2011, en stjórn KSÍ gaf þá U21-landsliðsþjálfaranum Eyjólfi Sverrissyni forgang fram yfir A-landsliðsþjálfarann Ólaf Jóhannesson við val á leikmönnum. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Nú er nefnilega ljóst að A-landsliðið og U21-landsliðið munu spila leik og leiki sem skipta máli, á sama tíma í landsleikjaglugganum 19.-27. september. Sams konar staða var uppi núna í júní og þó að fyrirsögnin á þessari grein gefi annað í skyn þá hafa þeir Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson ekki slegist heldur rætt saman um skynsamlega lausn varðandi það hvort leikmenn fæddir 2000 eða síðar ættu að vera í A- eða U21-landsliðinu. Þannig tala þeir að minnsta kosti út á við og hafa gert í sinni stjórnartíð. Það sem flækir stöðuna í september er að U21-landsliðið leikur þá tvo umspilsleiki við aðra þjóð um eitt laust sæti í lokakeppni EM. Dregið verður í umspilið eftir átta daga. Fyrir leikina í júní var ekki vitað hvort að nokkur möguleiki væri fyrir U21-landsliðið á að ná sæti á EM en svo unnu Íslendingar alla þrjá leiki sína og önnur úrslit féllu með liðinu. Í umspil um EM-sæti eða leik sem gæti skilað EM-umspili? Í haust er öruggt að umspilsleikirnir tveir ráða úrslitum um hvort Ísland kemst á EM í þriðja sinn – á Evrópumót sem auk þess ræður því hvaða landslið komast á Ólympíuleikana í París 2024. Leikur A-landsliðsins í haust, gegn Albaníu, ræður því sömuleiðis hvar Ísland endar í sínum riðli í Þjóðadeildinni. Það skiptir máli varðandi möguleikann á komast á EM í Þýskalandi 2024. Ef A-landsliðið tapar ekki gegn Ísrael á Laugardalsvelli í kvöld á liðið enn möguleika á efsta sæti síns riðils, sem gefur sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir undankeppni EM og einnig öruggt sæti í EM-umspili ef til þarf. Það eru efnilegir leikmenn í U21-landsliðinu, þar á meðal Kristian Nökkvi Hlynsson sem Arnar Þór Viðarsson A-landsliðsþjálfari gæti rennt hýru auga til.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Níu í A-landsliðinu sem mættu spila með U21 Það er heill hellingur af leikmönnum í A-landsliðinu núna sem gjaldgengir væru í leiki með U21-landsliðinu. Þar að auki heilluðu leikmenn á borð við Kristian Nökkva Hlynsson, Kristal Mána Ingason og fleiri með frammistöðu sinni í U21-landsliðinu og gætu verið freistandi kostir fyrir Arnar í september. Alls hafa níu leikmenn fæddir 2000 eða síðar verið í A-landsliðshópnum í einum eða fleiri leikjum núna í júní: Patrik Sigurður Gunnarsson Valgeir Lunddal Friðriksson Mikael Egill Ellertsson Ísak Bergmann Jóhannesson Hákon Arnar Haraldsson Þórir Jóhann Helgason Andri Lucas Guðjohnsen Atli Barkarson Bjarki Steinn Bjarkason Bjarki hóf reyndar törnina í A-landsliðshópnum en var svo færður í U21-landsliðið og spilaði í 5-0 sigrinum gegn Kýpur á laugardaginn og 3-1 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi. Atli var kallaður í A-landsliðið úr U21-landsliðinu eftir leikinn gegn Ísrael 2. júní vegna meiðsla Willums Þórs Willumssonar. Hefur gerst að U21-landsliðið fái forgang Nú er bara að sjá hvort hefur forgang, A-landsliðið eða U21-landsliðið, þegar til kastanna kemur í september. Eða kannski tala þjálfararnir sig saman um lausn sem báðir eru ánægðir með. Alla jafna hefur A-landslið forgang fram yfir U21-landslið en fordæmi er fyrir því að U21-landsliðið hafi algjöran forgang. Það var í aðdraganda þess að Ísland komst í fyrsta sinn í lokakeppni EM U21-landsliða, sumarið 2011, en stjórn KSÍ gaf þá U21-landsliðsþjálfaranum Eyjólfi Sverrissyni forgang fram yfir A-landsliðsþjálfarann Ólaf Jóhannesson við val á leikmönnum.
Patrik Sigurður Gunnarsson Valgeir Lunddal Friðriksson Mikael Egill Ellertsson Ísak Bergmann Jóhannesson Hákon Arnar Haraldsson Þórir Jóhann Helgason Andri Lucas Guðjohnsen Atli Barkarson Bjarki Steinn Bjarkason
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta EM U21 í fótbolta 2023 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira