Fólki verði frjálst að semja um tæknifrjóvgun að öllu leyti Árni Sæberg skrifar 12. júní 2022 21:42 Hildur Sverrisdóttir hefur fengið þingmenn úr öllum flokkum með sér í lið. Margrét Seema Takyar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að fólki verði gefið rúmt samningsfrelsi þegar kemur að tæknifrjóvgun. Á dögunum greindi kona frá því að kynfrumum látins eiginmanns hennar hafi verið eytt, þvert á vilja þeirra beggja. Frumvarpi um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun er ætlað að girða fyrir slík atvik. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frumvarp, ásamt þingmönnum úr öllum flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi, um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna. Frumvarpinu er meðal annars ætlað að fella brott ýmis hlutlæg skilyrði núgildandi laga um notkun fósturvísa og kynfruma. Í núgildandi lögum er það fortakslaust skilyrði að báðir einstaklingar sem lagt hafa til kynfrumur við gerð fósturvísis þurfi að vera lifandi þegar vísirinn er notaður við tæknifrjóvgun. Íris Birgisdóttir lýsti reynslu sinni af lögunum í átakanlegu viðtali í hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein á dögunum. Hún sagði frá því að hún hafi verið ólétt að fyrsta barni þeirra Kolbeins Einarssonar, eiginmanns hennar, þegar hann greindist með alvarlegt krabbamein. Þá ákváðu þau að leggja kynfrumur Kolbeins inn í banka hjá Livio, enda vildu þau eignast fleiri börn og geta gefið dóttur sinni, sem Íris var ólétt að, systkini í framtíðinni. Í ferlinu hjá Livio var þeim hins vegar tjáð að kynfrumur Kolbeins fylgdu honum, ef hann andaðist yrði frumunum eytt. Svo fór að Kolbeinn lést af krabbameininu árið 2019 og kynfrumunum eytt í kjölfarið. Frumvarpið tryggi algjört samningsfrelsi Hildur segir gríðarlega mikilvægt að breyta núgildandi löggjöf á þann veg að aðstæður á borð við þær sem Íris og Kolbeinn lentu í komi aldrei upp aftur. Það sé hægt með því að breyta hlutlægum skilyrðum laganna um hjónaband eða sambúð og veita fólki sem vill eignast barn með aðstoð tæknifrjóvgunar algjört samningsfrelsi. „Það sem gerist með því að aftengja þessa sambúðarkröfu, þá sjálfkrafa verður samningsfrelsi um hvernig fólk vill haga þessum atriðum. Vegna þess að það eru svo mörg atriði sem hanga saman við sambúðarformið, varðandi andlát og skilnað og framvegis, um leið og þú tekur það út þá raknar það allt upp. Þá er það bara sett í hendur fólks hvernig það vill haga þessu,“ segir Hildur í samtali við Vísi. „Það sem mér finnst mikilvægast í því er að svona ofboðslega hrikalegar aðstæður munu aldrei koma fyrir aftur,“ bætir hún við og vísar til máls þeirra Írisar og Kolbeins. Þrátt fyrir að þingmenn úr öllum flokkum sem eiga sæti á Alþingi mæli fyrir frumvarpinu ásamt Hildi fær það ekki efnislega meðferð á þessu þingi. Hildur er þó hvergi af baki dottin. „Ég verð mætt strax í haust og legg þetta aftur fram og vona að það nái fram að ganga á nýju þingi,“ segir hún. Heilbrigðismál Alþingi Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Frjósemi Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frumvarp, ásamt þingmönnum úr öllum flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi, um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna. Frumvarpinu er meðal annars ætlað að fella brott ýmis hlutlæg skilyrði núgildandi laga um notkun fósturvísa og kynfruma. Í núgildandi lögum er það fortakslaust skilyrði að báðir einstaklingar sem lagt hafa til kynfrumur við gerð fósturvísis þurfi að vera lifandi þegar vísirinn er notaður við tæknifrjóvgun. Íris Birgisdóttir lýsti reynslu sinni af lögunum í átakanlegu viðtali í hlaðvarpinu Fokk ég er með krabbamein á dögunum. Hún sagði frá því að hún hafi verið ólétt að fyrsta barni þeirra Kolbeins Einarssonar, eiginmanns hennar, þegar hann greindist með alvarlegt krabbamein. Þá ákváðu þau að leggja kynfrumur Kolbeins inn í banka hjá Livio, enda vildu þau eignast fleiri börn og geta gefið dóttur sinni, sem Íris var ólétt að, systkini í framtíðinni. Í ferlinu hjá Livio var þeim hins vegar tjáð að kynfrumur Kolbeins fylgdu honum, ef hann andaðist yrði frumunum eytt. Svo fór að Kolbeinn lést af krabbameininu árið 2019 og kynfrumunum eytt í kjölfarið. Frumvarpið tryggi algjört samningsfrelsi Hildur segir gríðarlega mikilvægt að breyta núgildandi löggjöf á þann veg að aðstæður á borð við þær sem Íris og Kolbeinn lentu í komi aldrei upp aftur. Það sé hægt með því að breyta hlutlægum skilyrðum laganna um hjónaband eða sambúð og veita fólki sem vill eignast barn með aðstoð tæknifrjóvgunar algjört samningsfrelsi. „Það sem gerist með því að aftengja þessa sambúðarkröfu, þá sjálfkrafa verður samningsfrelsi um hvernig fólk vill haga þessum atriðum. Vegna þess að það eru svo mörg atriði sem hanga saman við sambúðarformið, varðandi andlát og skilnað og framvegis, um leið og þú tekur það út þá raknar það allt upp. Þá er það bara sett í hendur fólks hvernig það vill haga þessu,“ segir Hildur í samtali við Vísi. „Það sem mér finnst mikilvægast í því er að svona ofboðslega hrikalegar aðstæður munu aldrei koma fyrir aftur,“ bætir hún við og vísar til máls þeirra Írisar og Kolbeins. Þrátt fyrir að þingmenn úr öllum flokkum sem eiga sæti á Alþingi mæli fyrir frumvarpinu ásamt Hildi fær það ekki efnislega meðferð á þessu þingi. Hildur er þó hvergi af baki dottin. „Ég verð mætt strax í haust og legg þetta aftur fram og vona að það nái fram að ganga á nýju þingi,“ segir hún.
Heilbrigðismál Alþingi Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Frjósemi Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira