Töluverð umferð var á Granda eftir dagskrána þar í dag.Vísir/Ívar
Umferðin frá hátíðarsvæðinu á Granda hefur gengið hægt í dag. Hún hefur gengið hægast yst á tanganum á meðan bílastæði innar hafa verið að tæmast.
Samkvæmt upplýsingum frá Umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gengur umferðin frá Granda, þó hún gangi hægt. Miklum fjölda bíla hafi verið lagt á öll bílastæði á svæðinu og þau séu að tæmast.
Við það gangi umferðin lengra út á Granda hægar. Hins vegar sé umferðin ekki mikil um leið og komið sé af Granda.
Eins og flestir vita er sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í dag og var mikil dagskrá á Granda. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína þangað í dag til að fylgjast með og taka þátt í dagskránni.
Eftir 55 ára sjómennsku ákvað Kristján Björnsson, sem varð sjötugur um síðustu áramót, að setjast í helgan stein. Björn Steinbekk, sonur Kristjáns, ákvað að skrásetja kveðju föður síns til hafsins.
Mikil hátíðarhöld fara fram um allt land í dag í tilefni sjómannadagsins. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan ellefu fyrir hádegi og stendur fram eftir degi.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.