Bindur vonir við að nýtt teymi komi skipulaginu aftur í lag Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. júní 2022 23:14 Staðan á bráðamóttökunni, og víðar í heilbrigðiskerfinu, er þung um þessar mundir. Vísir/Vilhelm Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala fagnar nýju viðbragðsteymi heilbrigðisráðherra og segir nýtt að svona víðtækt samráð sé milli þjónustuaðila. Staðan væri þó áfram þung á bráðamóttökunni og þar sem mikið ólag er á skipulagi í heilbrigðismálum. Skoða þurfi hvernig kerfið í heild sinni er í pottinn búið áður en aðgerðir á borð við aukið fjármagn eru ræddar. Landspítalinn hefur ítrekað varað við slæmri stöðu á bráðamóttökunni undanfarnar vikur en Már Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu og lyflækninga spítalans, segir að mönnun sé áfram takmarkandi þáttur. Nokkrir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum vegna álags undanfarnar vikur og er staðan þung. „Eins og hefur komið fram þá hefur heilbrigðiskerfið verið að blæða með tilliti til mönnunar. Bæði á þetta við um hjúkrunarfræðinga og lækna, einkum og sér í lagi. Það er liður í þessum erfiðleikum sem að okkur steðja,“ segir Már. Fagráð Landspítala sendi frá sér ályktun í gær um mönnunina og í kjölfarið greindi heilbrigðisráðuneytið frá því að nýtt viðbragðsteymi hafi verið myndað um bráðaþjónustu í landinu, í samræmi við ráðleggingar landlæknis. Már fagnar því en hann segir það nýlundu að það sé reynt að taka á vandanum á kerfislægan hátt með svona stórum hóp. „Það er lykilatriði að allir þessir aðilar vinni saman að samþættri aðgerðaráætlun um það hvernig best sé að bregðast við þessu,“ segir Már en þjónustuaðilar víðs vegar af landinu koma að teyminu. Tíminn verði að leiða í ljós hvort aðgerðirnar dugi til Að sögn Más er skipulagsleysi ein helsta rót vandans. Of margir leiti á bráðamóttöku vegna vægra veikinda sem þola bið á sama tíma og margir eru fastir á bráðamóttökunni og öðrum legudeildum sem ættu að vera í endurhæfingu eða á dvalarheimilum. „Alla vega eins og þetta birtist Landspítala þá er ákveðið ólag á skipulaginu sem hefur gert það að verkum að fólk er að leita sér að þjónustu á röngum stað í kerfinu, eða þá að við höfum ekki getað komið einstaklingum á réttan stað í kerfinu,“ segir Már. Bætt skipulag og stjórnun er eitt helsta markmið hópsins en einnig hefur verið rætt um að auka þurfi fjármuni til spítalans. Már segir að koma þurfi skipulaginu á réttan stað áður en umræða fer fram um aukið fjármagn eða annað slíkt. „Ég held að þetta sé ágætis upphafsstef þessa viðbragðs og síðan verður tíminn svolítið að leiða það í ljós hvort að þetta dugar,“ segir Már. „Ég held að við eigum að reyna að svara því fyrst hvort við séum að hámarka getu okkar í núverandi kerfi, og finna síðan hvað stendur út af þegar við erum búin að fara í þessa vinnu.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það hefur alls ekki skort fjármagnið“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, á Alþingi í dag. 7. júní 2022 14:51 Beið á bráðamóttökunni í þrettán klukkutíma: „Mér leið bara eins og ég væri í bíómynd“ Ófremdarástand ríkir á bráðamóttöku Landsspítalans að mati sjúklings sem þurfti að bíða þar í hálfan sólarhring. Fólk þurfi að vera í toppformi til að þrauka biðina. Staðan sé óskiljanleg í nútíma velferðarríki og óboðleg fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga. 1. júní 2022 20:30 Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Landspítalinn hefur ítrekað varað við slæmri stöðu á bráðamóttökunni undanfarnar vikur en Már Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu og lyflækninga spítalans, segir að mönnun sé áfram takmarkandi þáttur. Nokkrir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum vegna álags undanfarnar vikur og er staðan þung. „Eins og hefur komið fram þá hefur heilbrigðiskerfið verið að blæða með tilliti til mönnunar. Bæði á þetta við um hjúkrunarfræðinga og lækna, einkum og sér í lagi. Það er liður í þessum erfiðleikum sem að okkur steðja,“ segir Már. Fagráð Landspítala sendi frá sér ályktun í gær um mönnunina og í kjölfarið greindi heilbrigðisráðuneytið frá því að nýtt viðbragðsteymi hafi verið myndað um bráðaþjónustu í landinu, í samræmi við ráðleggingar landlæknis. Már fagnar því en hann segir það nýlundu að það sé reynt að taka á vandanum á kerfislægan hátt með svona stórum hóp. „Það er lykilatriði að allir þessir aðilar vinni saman að samþættri aðgerðaráætlun um það hvernig best sé að bregðast við þessu,“ segir Már en þjónustuaðilar víðs vegar af landinu koma að teyminu. Tíminn verði að leiða í ljós hvort aðgerðirnar dugi til Að sögn Más er skipulagsleysi ein helsta rót vandans. Of margir leiti á bráðamóttöku vegna vægra veikinda sem þola bið á sama tíma og margir eru fastir á bráðamóttökunni og öðrum legudeildum sem ættu að vera í endurhæfingu eða á dvalarheimilum. „Alla vega eins og þetta birtist Landspítala þá er ákveðið ólag á skipulaginu sem hefur gert það að verkum að fólk er að leita sér að þjónustu á röngum stað í kerfinu, eða þá að við höfum ekki getað komið einstaklingum á réttan stað í kerfinu,“ segir Már. Bætt skipulag og stjórnun er eitt helsta markmið hópsins en einnig hefur verið rætt um að auka þurfi fjármuni til spítalans. Már segir að koma þurfi skipulaginu á réttan stað áður en umræða fer fram um aukið fjármagn eða annað slíkt. „Ég held að þetta sé ágætis upphafsstef þessa viðbragðs og síðan verður tíminn svolítið að leiða það í ljós hvort að þetta dugar,“ segir Már. „Ég held að við eigum að reyna að svara því fyrst hvort við séum að hámarka getu okkar í núverandi kerfi, og finna síðan hvað stendur út af þegar við erum búin að fara í þessa vinnu.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það hefur alls ekki skort fjármagnið“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, á Alþingi í dag. 7. júní 2022 14:51 Beið á bráðamóttökunni í þrettán klukkutíma: „Mér leið bara eins og ég væri í bíómynd“ Ófremdarástand ríkir á bráðamóttöku Landsspítalans að mati sjúklings sem þurfti að bíða þar í hálfan sólarhring. Fólk þurfi að vera í toppformi til að þrauka biðina. Staðan sé óskiljanleg í nútíma velferðarríki og óboðleg fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga. 1. júní 2022 20:30 Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
„Það hefur alls ekki skort fjármagnið“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, á Alþingi í dag. 7. júní 2022 14:51
Beið á bráðamóttökunni í þrettán klukkutíma: „Mér leið bara eins og ég væri í bíómynd“ Ófremdarástand ríkir á bráðamóttöku Landsspítalans að mati sjúklings sem þurfti að bíða þar í hálfan sólarhring. Fólk þurfi að vera í toppformi til að þrauka biðina. Staðan sé óskiljanleg í nútíma velferðarríki og óboðleg fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga. 1. júní 2022 20:30
Mikilvægt að missa ekki fólkið: „Ef við höfum ekkert starfsfólk þá er enginn spítali“ Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala segist kvíða því að fleiri starfsmenn muni fá nóg og segja upp störfum sökum álags, þar sem spítalinn er ekkert án þeirra. Verið sé að gera allt til að bregðast við stöðunni en ljóst er að miklar áskoranir séu fram undan. 1. júní 2022 13:01