Viðbragðsteymi myndað vegna stöðu bráðaþjónustu Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 19:36 Vísir/Vilhelm Að frumkvæði heilbrigðisráðuneytisins og í samræmi við ráðleggingar landlæknis hefur verið myndað viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu. Fagráð Landspítalans sendi frá sér ályktun í dag þar sem lýst var yfir þungum áhyggjum af mönnun fagfólks á Landspítala Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ráðuneytið, embætti landlæknis, Sjúkratryggingar Íslands, Læknavaktin, Samtök heilbrigðisfyrirtækja, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Heilbrigðisstofnun Vesturlands hafi að frumkvæði ráðuneytisins og í samræmi við ráðleggingar landlæknis myndað viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu. Ástæðan er sú alvarlega staða sem uppi er innan bráðaþjónustunnar en í tilkynningunni segir ennfremur að orsakir þessarar slæmu stöðu séu margþættar en þyngst vegi skortur á heilbrigðisstarfsfólki og skortur á úrræðum fyrir aldraða, færniskerta og fleiri viðkvæma hópa. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til eru samhæfing aðgerða og þétting samstarfs aðila innan heilbrigðiskerfisins, aukinn stuðningur við heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu og þá á að auka þjónustu bráðadagdeildar Landspítala og stækka aðstöðu þar. Þá á að efla starfsemi bráðamóttöku á Heilbrigðisstofnunum Suðurnesja, Suðurlands og Vesturlands meðal annars með úrlestri mynd- og blóðrannsókna í samvinnu við Landspítala. Einnig er tekið fram að bæta eigi ferla Landspítala til að stytta dvöl sjúklinga á bráðamóttöku spítalans. Hluti af því verkefni er að endurskoða meðferðarferla í öldrunarþjónustu og auka aðkomu fleiri sérgreina að þjónustu við sjúklinga á bráðamóttökunni. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að fagráð Landspítalans sendi frá sér ályktun í dag þar sem þungum áhyggjum var lýst af mönnun fagfólks á Landspítala. Þar segir að starfsfólk vanti í nær allar fagstéttir sem hafi neikvæð áhrif á þjónustuna og geti skapað ógn við öryggi sjúklinga og starfsfólks. Þá var skorað á stjórnvöld að styðja við Landspítala með öllum tiltækum ráðum svo hægt væri að tryggja viðeigandi þjónustu við sjúklinga. Landspítalinn Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Vesturlands Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilsugæsla Tengdar fréttir Óheppilegt að „höfðingjaleg gjöf“ hafi verið dregin til baka Krabbameinsfélagið hefur afturkallað 450 milljón króna styrk sem ætlaður var Landspítalanum. Skilyrði sem félagið setti voru ekki uppfyllt og segir forstjóri Landspítalans að ákvörðunin sé óheppileg en skiljanleg. 2. júní 2022 11:08 Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20 „Það hefur alls ekki skort fjármagnið“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, á Alþingi í dag. 7. júní 2022 14:51 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ráðuneytið, embætti landlæknis, Sjúkratryggingar Íslands, Læknavaktin, Samtök heilbrigðisfyrirtækja, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Heilbrigðisstofnun Vesturlands hafi að frumkvæði ráðuneytisins og í samræmi við ráðleggingar landlæknis myndað viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu. Ástæðan er sú alvarlega staða sem uppi er innan bráðaþjónustunnar en í tilkynningunni segir ennfremur að orsakir þessarar slæmu stöðu séu margþættar en þyngst vegi skortur á heilbrigðisstarfsfólki og skortur á úrræðum fyrir aldraða, færniskerta og fleiri viðkvæma hópa. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til eru samhæfing aðgerða og þétting samstarfs aðila innan heilbrigðiskerfisins, aukinn stuðningur við heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu og þá á að auka þjónustu bráðadagdeildar Landspítala og stækka aðstöðu þar. Þá á að efla starfsemi bráðamóttöku á Heilbrigðisstofnunum Suðurnesja, Suðurlands og Vesturlands meðal annars með úrlestri mynd- og blóðrannsókna í samvinnu við Landspítala. Einnig er tekið fram að bæta eigi ferla Landspítala til að stytta dvöl sjúklinga á bráðamóttöku spítalans. Hluti af því verkefni er að endurskoða meðferðarferla í öldrunarþjónustu og auka aðkomu fleiri sérgreina að þjónustu við sjúklinga á bráðamóttökunni. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að fagráð Landspítalans sendi frá sér ályktun í dag þar sem þungum áhyggjum var lýst af mönnun fagfólks á Landspítala. Þar segir að starfsfólk vanti í nær allar fagstéttir sem hafi neikvæð áhrif á þjónustuna og geti skapað ógn við öryggi sjúklinga og starfsfólks. Þá var skorað á stjórnvöld að styðja við Landspítala með öllum tiltækum ráðum svo hægt væri að tryggja viðeigandi þjónustu við sjúklinga.
Landspítalinn Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Vesturlands Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilsugæsla Tengdar fréttir Óheppilegt að „höfðingjaleg gjöf“ hafi verið dregin til baka Krabbameinsfélagið hefur afturkallað 450 milljón króna styrk sem ætlaður var Landspítalanum. Skilyrði sem félagið setti voru ekki uppfyllt og segir forstjóri Landspítalans að ákvörðunin sé óheppileg en skiljanleg. 2. júní 2022 11:08 Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20 „Það hefur alls ekki skort fjármagnið“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, á Alþingi í dag. 7. júní 2022 14:51 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Óheppilegt að „höfðingjaleg gjöf“ hafi verið dregin til baka Krabbameinsfélagið hefur afturkallað 450 milljón króna styrk sem ætlaður var Landspítalanum. Skilyrði sem félagið setti voru ekki uppfyllt og segir forstjóri Landspítalans að ákvörðunin sé óheppileg en skiljanleg. 2. júní 2022 11:08
Innviðaráðherra segir aðgerðir gegn þenslu ekki bitna á framkvæmdum Ríkisstjórnin boðar aðgerðir til að mæta þenslu í hagkerfinu. Innviðaráðherra segir að þetta muni ekki bitna á neinum framkvæmdum. 8. júní 2022 22:20
„Það hefur alls ekki skort fjármagnið“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, á Alþingi í dag. 7. júní 2022 14:51