Fótbolti

Albert: Frammistaðan var í raun og veru léleg

Árni Jóhannsson skrifar
Albert Guðmundsson var ómyrkur í máli eftir leikinn við San Marínó
Albert Guðmundsson var ómyrkur í máli eftir leikinn við San Marínó vísir/jónína

Albert Guðmundsson miðjumaður íslenska landsliðsins var á því að frammistaða liðsins hafi ekki verið nógu góð í kvöld á mót San Marínó. Albert var í viðtali við Viaplay skömmu eftir leik og var ómyrkur í máli og sagði að sigurinn hefði átt að vera stærri og krafturinn meiri. Ísland vann 1-0 sigur engu að síður og það var 

Albert var spurður að því hvort hann gæti ekki sagt það að frammistaðan hafi ekki verið upp á tíu hjá liðinu í kvöld.

„Frammistaðan var í raun og veru léleg. Með fullri virðingu fyrir San Marínó þá eigum við að gera mikið betur á móti þessari þjóð.“

Albert var þá spurður að því hvort það hafi haft áhrif að margar breytingar hafi verið gerðar milli leikja og að einhverjir leikmenn hefðu spilað líitð saman.

„Við getum alveg falið okkur á bakvið einhverjar afsakanir en mér finnst við vera með 11 betri fótbolta menn inn á vellinum. Við hefðum átt unnið og ráðið lögum og lofum yfir þessum leik.“

Albert hefur ekki fengið mörg tækifæri í þessum landsleikjaglugga og var spurður út í hvort það væri ekki góðs viti að hafa fengið tækifæri til að spila leikinn og þannig mögulega gert tilkall til þess að spila við Ísrael á mánudaginn næst. Einnig var hann spurður út í hvernig hann sæi næsta leik fyrir sér.

„Það er gott að spila. Ég er bara drullusvekktur með að vera á bekknum og vill spila alla leiki. Þetta verður Arnar að ákveða fyrir næsta leik. Mér fannst við spila ágætlega við þá úti og finnst við eiga séns á að vinna Ísraelana heima.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×