„Allt eðlilegt en samt ekki eðlilegt“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2022 16:34 Ísak Snær Þorvaldsson birti af sér mynd af spítalanum í gærkvöld eftir að hafa þurft að yfirgefa völlinn í leik gegn Hvíta-Rússlandi í Víkinni. @isaks10 og vísir/diego Ísak Snær Þorvaldsson segir enn óljóst hvað hafi valdið því að hann endaði á spítala í gærkvöld með verki fyrir brjósti, eftir að hafa verið að spila með U21-landsliðinu í fótbolta. Ísak, sem er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, varð að fara af velli snemma í seinni hálfleik í 3-1 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í Fossvogi í gærkvöld. Fyrsta skoðun þar kom vel út: „Það reyndist allt eðlilegt en samt ekki eðlilegt,“ sagði Ísak við Vísi síðdegis í dag en hann var þá nýkominn úr hjartaómskoðun. „Af því að það er saga um hjartaáföll í fjölskyldunni minni þá var ákveðið að ég færi upp á spítala í frekari test í dag. Ég er búinn að fá úr ómskoðuninni og það var allt jákvætt þar. Ég á eftir að fá úr kransæðaskoðuninni en þetta lítur allt vel út eins og er,“ segir Ísak. Hann fann fyrst fyrir verkjunum í byrjun seinni hálfleiks: „Ég kom út í seinni hálfleikinn, byrjaði að hlaupa og fann fyrir verk fyrir miðju brjósti og fann fyrir smáógleði í nokkrar sekúndur. Síðan varð verkurinn meiri og meiri. Þegar ég kom af velli fann ég líka verk í baki,“ segir Ísak. „Mér líður mikið betur núna. Þetta var meira í morgun en ég hef ekki fengið neina verki síðan þá,“ bætir hann við. Þó að ekki sé enn ljóst hvað olli verkjunum bindur Ísak vonir við að hann geti spilað gegn Kýpur á laugardagskvöld þegar það ræðst hvort að Ísland kemst í umspil um sæti á EM. „Ég hvíli mig í dag og svo fer ég mögulega að hreyfa mig á morgun, og sé hvernig ég verð þá. En það var ekkert komið frá læknunum um hvað þetta væri. Það voru nefndir nokkrir möguleikar en ekkert eitt sem hægt var að benda á. Mögulega er lítil bólga þarna einhvers staðar. Ég skildi nú ekki allt þetta læknatal en þetta lítur ekki út fyrir að vera neitt alvarlegt þannig séð. Ég ætla að reyna að gera allt til að spila leikinn á laugardaginn en við sjáum bara til hvað verður úr því,“ segir Ísak. Breiðablik Landslið karla í fótbolta Besta deild karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sjá meira
Ísak, sem er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, varð að fara af velli snemma í seinni hálfleik í 3-1 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í Fossvogi í gærkvöld. Fyrsta skoðun þar kom vel út: „Það reyndist allt eðlilegt en samt ekki eðlilegt,“ sagði Ísak við Vísi síðdegis í dag en hann var þá nýkominn úr hjartaómskoðun. „Af því að það er saga um hjartaáföll í fjölskyldunni minni þá var ákveðið að ég færi upp á spítala í frekari test í dag. Ég er búinn að fá úr ómskoðuninni og það var allt jákvætt þar. Ég á eftir að fá úr kransæðaskoðuninni en þetta lítur allt vel út eins og er,“ segir Ísak. Hann fann fyrst fyrir verkjunum í byrjun seinni hálfleiks: „Ég kom út í seinni hálfleikinn, byrjaði að hlaupa og fann fyrir verk fyrir miðju brjósti og fann fyrir smáógleði í nokkrar sekúndur. Síðan varð verkurinn meiri og meiri. Þegar ég kom af velli fann ég líka verk í baki,“ segir Ísak. „Mér líður mikið betur núna. Þetta var meira í morgun en ég hef ekki fengið neina verki síðan þá,“ bætir hann við. Þó að ekki sé enn ljóst hvað olli verkjunum bindur Ísak vonir við að hann geti spilað gegn Kýpur á laugardagskvöld þegar það ræðst hvort að Ísland kemst í umspil um sæti á EM. „Ég hvíli mig í dag og svo fer ég mögulega að hreyfa mig á morgun, og sé hvernig ég verð þá. En það var ekkert komið frá læknunum um hvað þetta væri. Það voru nefndir nokkrir möguleikar en ekkert eitt sem hægt var að benda á. Mögulega er lítil bólga þarna einhvers staðar. Ég skildi nú ekki allt þetta læknatal en þetta lítur ekki út fyrir að vera neitt alvarlegt þannig séð. Ég ætla að reyna að gera allt til að spila leikinn á laugardaginn en við sjáum bara til hvað verður úr því,“ segir Ísak.
Breiðablik Landslið karla í fótbolta Besta deild karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sjá meira