Fótbolti

Ísak Snær fluttur á sjúkrahús

Atli Arason skrifar
Ísak Snær Þorvaldsson, er kominn heim af sjúkrahúsi.
Ísak Snær Þorvaldsson, er kominn heim af sjúkrahúsi. Tjörvi Týr

Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks og U21-landsliðsins, fór meiddur af velli í 3-1 sigri landsliðsins á Hvíta-Rússlandi í kvöld.

Ísak var skipt af leikvelli á 54. mínútu eftir að hafa legið í grasinu í rúma mínútu og haldið utan um brjóstkassann. Ísak fór beinustu leið í sjúkrabíl en sást síðar fara úr sjúkrabílnum stuttu eftir leikslok, enn þá að kveinka sér í brjóstkassanum. 

Seinna um kvöldið birtir hann mynd af sér á Twitter á sjúkrahúsinu en óvíst er hvað er að hrjá hann. Ekki náðist í Ísak við vinnslu fréttarinnar.

Uppfært 22:44

Í samtali við Fotbolti.net segist Ísak hafa farið í blóðprufu og hjartalínurit sem hefðu komið vel út. Hann væri þó enn með verk í bringunni og fer í frekari skoðun í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×