Tengsl eru milli mannanna tveggja sem greindust með apabólu í gær Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2022 20:22 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir vísir/vilhelm Tengsl eru á milli mannana tveggja sem greindust með apabólu í gær. Annar þeirra er nýkominn frá Evrópu en sóttvarnalæknir segir uppsprettu veirunnar vera ákveðnir staðir í Evrópu þar sem kynlíf er frjálslegt. Hvorugur mannana er alvarlega veikur en tengsl eru á milli þeirra og búa mennirnir á höfuðborgarsvæðinu. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu en sýnin tvö verða send til útlanda til að staðfesta greininguna. Nú þegar sjúkdómurinn er kominn til landsins segir sóttvarnalæknir að almenningur þurfi að hafa tvennt í huga til að hemja útbreiðslu hans. Annars vegar að stunda ekki kynlíf með ókunnugum. „Og líka ef fólk fer að fá bólur og blöðrur á húð, sérstaklega á kynfærin eða kynfærasvæðin að leita fljótt til heilbrigðisþjónustunnar, húð og kynsjúkdómadeildar Landspítala eða göngudeildar smitsjúkdóma og fá greiningu eins fljótt og hægt er,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Sjúkdómurinn hefur hingað til verið að greinast í sam- og tvíkynhneigðum mönnum og hafa samtök hinsegin fólks óttast að faraldurinn leiði til aukinna fordóma fyrir samkynhneigðum vegna vanþekkingar. Þórólfur segir mikilvægt hafa í huga að sjúkdómurinn er ekki bundinn við kynhneigð. „Hann smitast við kynlíf á milli fólks af öllum kynjum. Það vill svo til að þetta hefur aðallega greinst hjá karlmönnum núna og uppsprettan eru ákveðnir staðir í Evrópu þar sem kynlíf er frjálslegt.“ Vonast til að fá áttatíu skammta af bóluefni Unnið er að því að fá til landsins veirulyf og bóluefni. Það ferli er nokkuð flókið enda lítið til af bóluefninu að sögn Þórólfs sem bindur vonir við að fá áttatíu skammta af efninu. „Til að nota hjá völdum einstaklingum sem eru útsettir fyrir veirunni og gætu farið illa út úr sýkingunni. Sennilega myndi bóluefnið vera notað helst hjá þeim.“ Sjúkdómurinn smitast við náin samneyti milli fólks. Hann er ekki bráðsmitandi veirusjúkdómur heldur smitast aðallega við nána og langvarandi snertingu eins og kynmök og einnig með dropum frá öndunarvegi. Þá getur smit borist með fatnaði, handklæðum og rúmfötum. Þórólfur býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en á þó ekki von á stórum faraldri þrátt fyrir að hópsýkingar kunni að koma upp. „Nákvæmlega hversu mikið er ómögulegt að segja, það fer eftir því hvernig fólk hegðar sér og hvernig okkur tekst að hemja útbreiðsluna.“ Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Býst við fleiri tilfellum af apabólu á næstu dögum Tveir íslenskirkarlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu. Hvorugur er alvarlega veikur. Sóttvarnalæknir býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en telur ekki líkur á stórum faraldri. Rætt var við sóttvarnalækni í hádegisfréttum Bylgjunnar. 9. júní 2022 12:06 Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Hvorugur mannana er alvarlega veikur en tengsl eru á milli þeirra og búa mennirnir á höfuðborgarsvæðinu. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu en sýnin tvö verða send til útlanda til að staðfesta greininguna. Nú þegar sjúkdómurinn er kominn til landsins segir sóttvarnalæknir að almenningur þurfi að hafa tvennt í huga til að hemja útbreiðslu hans. Annars vegar að stunda ekki kynlíf með ókunnugum. „Og líka ef fólk fer að fá bólur og blöðrur á húð, sérstaklega á kynfærin eða kynfærasvæðin að leita fljótt til heilbrigðisþjónustunnar, húð og kynsjúkdómadeildar Landspítala eða göngudeildar smitsjúkdóma og fá greiningu eins fljótt og hægt er,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Sjúkdómurinn hefur hingað til verið að greinast í sam- og tvíkynhneigðum mönnum og hafa samtök hinsegin fólks óttast að faraldurinn leiði til aukinna fordóma fyrir samkynhneigðum vegna vanþekkingar. Þórólfur segir mikilvægt hafa í huga að sjúkdómurinn er ekki bundinn við kynhneigð. „Hann smitast við kynlíf á milli fólks af öllum kynjum. Það vill svo til að þetta hefur aðallega greinst hjá karlmönnum núna og uppsprettan eru ákveðnir staðir í Evrópu þar sem kynlíf er frjálslegt.“ Vonast til að fá áttatíu skammta af bóluefni Unnið er að því að fá til landsins veirulyf og bóluefni. Það ferli er nokkuð flókið enda lítið til af bóluefninu að sögn Þórólfs sem bindur vonir við að fá áttatíu skammta af efninu. „Til að nota hjá völdum einstaklingum sem eru útsettir fyrir veirunni og gætu farið illa út úr sýkingunni. Sennilega myndi bóluefnið vera notað helst hjá þeim.“ Sjúkdómurinn smitast við náin samneyti milli fólks. Hann er ekki bráðsmitandi veirusjúkdómur heldur smitast aðallega við nána og langvarandi snertingu eins og kynmök og einnig með dropum frá öndunarvegi. Þá getur smit borist með fatnaði, handklæðum og rúmfötum. Þórólfur býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en á þó ekki von á stórum faraldri þrátt fyrir að hópsýkingar kunni að koma upp. „Nákvæmlega hversu mikið er ómögulegt að segja, það fer eftir því hvernig fólk hegðar sér og hvernig okkur tekst að hemja útbreiðsluna.“
Apabóla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Býst við fleiri tilfellum af apabólu á næstu dögum Tveir íslenskirkarlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu. Hvorugur er alvarlega veikur. Sóttvarnalæknir býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en telur ekki líkur á stórum faraldri. Rætt var við sóttvarnalækni í hádegisfréttum Bylgjunnar. 9. júní 2022 12:06 Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Býst við fleiri tilfellum af apabólu á næstu dögum Tveir íslenskirkarlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. Smitin eru rakin til ferðalags annars þeirra til Evrópu. Hvorugur er alvarlega veikur. Sóttvarnalæknir býst við fleiri tilfellum á næstu dögum en telur ekki líkur á stórum faraldri. Rætt var við sóttvarnalækni í hádegisfréttum Bylgjunnar. 9. júní 2022 12:06
Fyrstu tilfelli apabólu líklega verið greind á Íslandi Tveir karlmenn á miðjum aldri greindust með apabólu á fyrsta prófi hér á landi í gær. 9. júní 2022 11:11