Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 9. júní 2022 14:25 Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri, Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn og Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs, voru viðstödd upplýsingafundinn. Vísir/Vilhelm Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. Önnur rannsóknin hófst um mitt ár 2020 þegar lögregla fékk aðgang að upplýsingum með milligöngu Europol sem aflað var úr dulkóðuðum samskiptum. Að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, komust rannsakendur í kjölfarið að því að á fyrri hluta 2020 hafi verið flutt inn efni til landsins sem notuð voru til framleiðslu á 117,5 kílóum af amfetamíni. Efnin fylla nú birgðageymslur lögreglu.Vísir/Vilhelm Einnig voru handlögð fimm kíló af amfetamíni í aðskildu máli sem grunur leikur á að sé hluti hinna framleiddu efna. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag en verðmæti hinna framleiddu efna eru talin vera ríflega 700 milljónir króna miðað við götuvirði. Þann 20. maí síðastliðinn réðst lögregla svo í aðgerðir sem vörðuðu bæði umrædda rannsókn og aðra sem fjallað var á upplýsingafundinum. Að sögn Gríms voru tíu handteknir í tengslum við báðar rannsóknir. Sjö hefur nú verið sleppt úr gæsluvarðhaldi og eru þrír enn í varðhaldi í þágu rannsóknar. Meta götuvirðið 1,7 milljarð króna Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn greindi frá því á blaðamannafundinum að undanfarna mánuði hafi lögregla verið með hóp manna til rannsóknar sem grunaðir séu um aðild að dreifingu og sölu fíkniefna auk peningaþvættis. Alls hafi tuttugu leitir verið gerðar í ökutækjum og húsnæði í maí og tíu verið handteknir. Rannsókn sé þó enn ekki lokið. Margeir sagði að við rannsóknina hafi lögregla komist yfir mikið magn fíkniefna, sem er talið vera eitt mesta magn sem hún hafi lagt hald á í tengslum við eina rannsókn. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Handlögðu efnin Rúmlega 200 stykki af kannabisplöntum Rúmlega 30 kíló af marijúana Rúmlega 20 kíló af hassi Um 7 kíló af MDMA-kristal sem hægt er að nota til að framleiða um 50 þúsund E-töflur Rúmlega 7 þúsund stykki af MDMA-töflum tilbúnum til sölu Rúmlega 20 lítrar af MDMA-basa sem hægt er að nota til að framleiða um og yfir 200 þúsund e-töflur 2 kíló af kókaíni 1 kíló af amfetamíni 40 lítrar af amfetamín basa sem lögregla áætlar að hægt sé að nota til að gera 170 kíló af tilbúnu amfetamíni Tvö kíló af kristalmetamfetamíni Óverulegt magn af LSD, hassolíu og sterum Talvert magn af íblöndunarefnum Að sögn Margeirs er talið að götuvirði efnanna sem lögregla hafi lagt hald á í tengslum við þessa rannsókn nemi um 1,7 milljarði króna. Hann bætti við að fleiri rannsóknir væru í gangi á meintri skipulagðri brotastarfsemi og væru nú alls um tíu talsins. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Tímafrekar og mannfrekar rannsóknir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sagði á blaðamannafundinum að rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi væri oft tímafrekar og mannfrekar þar sem þær teygi sig gjarnan yfir lögregluumdæmi og landamæri. Þannig geti þær oft staðið yfir í eitt, tvö ár eða jafnvel lengur. Áðurnefndar rannsóknir séu samstarfsverkefni Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og á Suðurlandi. Að sögn Höllu er innfluttningur og framleiðsla fíkniefna stærsti þátturinn í starfsemi skipulagðra glæpahópa og telur lögreglan þá vera einhverja mestu ógn sem íslenskt samfélag glími við í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Önnur rannsóknin hófst um mitt ár 2020 þegar lögregla fékk aðgang að upplýsingum með milligöngu Europol sem aflað var úr dulkóðuðum samskiptum. Að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, komust rannsakendur í kjölfarið að því að á fyrri hluta 2020 hafi verið flutt inn efni til landsins sem notuð voru til framleiðslu á 117,5 kílóum af amfetamíni. Efnin fylla nú birgðageymslur lögreglu.Vísir/Vilhelm Einnig voru handlögð fimm kíló af amfetamíni í aðskildu máli sem grunur leikur á að sé hluti hinna framleiddu efna. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag en verðmæti hinna framleiddu efna eru talin vera ríflega 700 milljónir króna miðað við götuvirði. Þann 20. maí síðastliðinn réðst lögregla svo í aðgerðir sem vörðuðu bæði umrædda rannsókn og aðra sem fjallað var á upplýsingafundinum. Að sögn Gríms voru tíu handteknir í tengslum við báðar rannsóknir. Sjö hefur nú verið sleppt úr gæsluvarðhaldi og eru þrír enn í varðhaldi í þágu rannsóknar. Meta götuvirðið 1,7 milljarð króna Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn greindi frá því á blaðamannafundinum að undanfarna mánuði hafi lögregla verið með hóp manna til rannsóknar sem grunaðir séu um aðild að dreifingu og sölu fíkniefna auk peningaþvættis. Alls hafi tuttugu leitir verið gerðar í ökutækjum og húsnæði í maí og tíu verið handteknir. Rannsókn sé þó enn ekki lokið. Margeir sagði að við rannsóknina hafi lögregla komist yfir mikið magn fíkniefna, sem er talið vera eitt mesta magn sem hún hafi lagt hald á í tengslum við eina rannsókn. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Vísir/Vilhelm Handlögðu efnin Rúmlega 200 stykki af kannabisplöntum Rúmlega 30 kíló af marijúana Rúmlega 20 kíló af hassi Um 7 kíló af MDMA-kristal sem hægt er að nota til að framleiða um 50 þúsund E-töflur Rúmlega 7 þúsund stykki af MDMA-töflum tilbúnum til sölu Rúmlega 20 lítrar af MDMA-basa sem hægt er að nota til að framleiða um og yfir 200 þúsund e-töflur 2 kíló af kókaíni 1 kíló af amfetamíni 40 lítrar af amfetamín basa sem lögregla áætlar að hægt sé að nota til að gera 170 kíló af tilbúnu amfetamíni Tvö kíló af kristalmetamfetamíni Óverulegt magn af LSD, hassolíu og sterum Talvert magn af íblöndunarefnum Að sögn Margeirs er talið að götuvirði efnanna sem lögregla hafi lagt hald á í tengslum við þessa rannsókn nemi um 1,7 milljarði króna. Hann bætti við að fleiri rannsóknir væru í gangi á meintri skipulagðri brotastarfsemi og væru nú alls um tíu talsins. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Tímafrekar og mannfrekar rannsóknir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sagði á blaðamannafundinum að rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi væri oft tímafrekar og mannfrekar þar sem þær teygi sig gjarnan yfir lögregluumdæmi og landamæri. Þannig geti þær oft staðið yfir í eitt, tvö ár eða jafnvel lengur. Áðurnefndar rannsóknir séu samstarfsverkefni Ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og á Suðurlandi. Að sögn Höllu er innfluttningur og framleiðsla fíkniefna stærsti þátturinn í starfsemi skipulagðra glæpahópa og telur lögreglan þá vera einhverja mestu ógn sem íslenskt samfélag glími við í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Saltdreifaramálið Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent