Mælt gegn ferðum með tengivagna á Suðurlandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. júní 2022 11:51 Það verður ansi hvasst með suður- og suðausturströndinni í dag og þá einkum undir Eyjafjöllum, við Reynisfjall og í Öræfum. Ferðalangar eru hvattir til að kynna sér veðurspár og fara varlega. vísir/veðurstofa íslands Veðurfræðingur mælir gegn ferðalögum með tengivagna í hvassviðrinu á Suðurlandi næsta rúma sólarhringinn þar sem gul viðvörun er í gildi. Mótstjóri TM-mótsins sem stendur yfir í Eyjum hefur litlar áhyggjur af rokinu og segir Eyjamenn hafa séð það verra. Gul veðurviðvörun tók í morgun gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðris. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir von á ansi miklu hvassviðri á svæðinu. „Það er farið að hvessa þarna og heldur áfram að hvessa eftir því sem líður á daginn. Í þessum töluðu fer að verða býsna snúið bæði vestan Mýrdalsins og austan fyrir Eyjafjöll og í Öræfasveitinni og það versnar enn meira eftir því sem líður á daginn,“ segir Óli Þór. Í kvöld og í nótt hvessi enn frekar en lægi um miðjan dag á morgun undir Eyjafjöllum. Í Öræfasveit verði hins vegar jafnvel mjög hvasst fram á annað kvöld. Hann segir gula viðvörun sérsniðna að ökumönnum á tækjum sem taka á sig mikinn vind eða eru með tengivagna og mælir gegn því að því að þeir verði á ferðinni á þessum slóðum á meðan viðvörun er í gildi. „Mér skilst að tryggingar gildi ekki nema upp að ákveðnu marki með þessi tæki og það er algjör óþarfi að vera að skemma stórar fjárfestingar bara með því að æða af stað í of miklum vindi,“ segir Óli Þór. Um ellefu hundruð stúlkur eru nú í Eyjum vegna TM-mótsins í fótbolta.vísir Viðvörunin gildir líka í Vestmannaeyjum þar sem um ellefu hundruð stúlkur eru saman komnar á TM-mótinu í fótbolta sem nú stendur yfir. Sigríður Inga Kristmannsdóttir mótsstjóri hefur ekki miklar áhyggjur af veðrinu og segir vellina í ágætis skjóli. „Það mun alveg verða smá rok en við höfum alveg séð það verra þannig við sjáum ekki fram á að þurfa gera neinar breytingar á mótinu,“ segir Sigríður. Hún segir mikla stemningu í Eyjum og alla spennta fyrir að koma saman án fjöldatakmarkana eða hólfaskiptinga líkt og þurfti síðasta sumar. „Í ár er þetta bara venjulegt mót. Sem er bara þvílíkur léttir fyrir okkur sem eru að undirbúa mótið og líka skemmtilegra fyrir þá sem eru að koma.“ Veður Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira
Gul veðurviðvörun tók í morgun gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðris. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir von á ansi miklu hvassviðri á svæðinu. „Það er farið að hvessa þarna og heldur áfram að hvessa eftir því sem líður á daginn. Í þessum töluðu fer að verða býsna snúið bæði vestan Mýrdalsins og austan fyrir Eyjafjöll og í Öræfasveitinni og það versnar enn meira eftir því sem líður á daginn,“ segir Óli Þór. Í kvöld og í nótt hvessi enn frekar en lægi um miðjan dag á morgun undir Eyjafjöllum. Í Öræfasveit verði hins vegar jafnvel mjög hvasst fram á annað kvöld. Hann segir gula viðvörun sérsniðna að ökumönnum á tækjum sem taka á sig mikinn vind eða eru með tengivagna og mælir gegn því að því að þeir verði á ferðinni á þessum slóðum á meðan viðvörun er í gildi. „Mér skilst að tryggingar gildi ekki nema upp að ákveðnu marki með þessi tæki og það er algjör óþarfi að vera að skemma stórar fjárfestingar bara með því að æða af stað í of miklum vindi,“ segir Óli Þór. Um ellefu hundruð stúlkur eru nú í Eyjum vegna TM-mótsins í fótbolta.vísir Viðvörunin gildir líka í Vestmannaeyjum þar sem um ellefu hundruð stúlkur eru saman komnar á TM-mótinu í fótbolta sem nú stendur yfir. Sigríður Inga Kristmannsdóttir mótsstjóri hefur ekki miklar áhyggjur af veðrinu og segir vellina í ágætis skjóli. „Það mun alveg verða smá rok en við höfum alveg séð það verra þannig við sjáum ekki fram á að þurfa gera neinar breytingar á mótinu,“ segir Sigríður. Hún segir mikla stemningu í Eyjum og alla spennta fyrir að koma saman án fjöldatakmarkana eða hólfaskiptinga líkt og þurfti síðasta sumar. „Í ár er þetta bara venjulegt mót. Sem er bara þvílíkur léttir fyrir okkur sem eru að undirbúa mótið og líka skemmtilegra fyrir þá sem eru að koma.“
Veður Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira