Biles á meðal fimleikakvenna sem krefja FBI um milljarð dollara Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2022 11:32 Larry Nassar nýtti sér aðstöðu sína sem læknir Michigan-háskóla og bandaríska fimleikasambandsins til að misnota hundruð stúlkna kynferðislega, oft undir því yfirskyni að hann veitti þeim læknismeðferð. AP/Paul Sancya Hópur fyrrverandi ólympíufimleikakvenna í Bandaríkjunum, þar á meðal gullverðlaunahafinn Simone Biles, ætla að krefja alríkislögreglunar FBI um meira en milljarð dollara í skaðabætur vegna mistaka hennar í máli Larrys Nassar sem misnotaði hundruð fimleikakvenna. Nassar situr nú í jafngildi lífstíðarfangelsis fyrir kynferðisbrot gegn fjölda fimleikastúlkna og kvenna. Brotin framdi hann í starfi sínu sem læknir bandaríska fimleikasambandsins og Háskólans í Michigan. FBI fékk upplýsingar um brot Nassar árið 2015 en aðhafðist ekkert. Nassar gat því haldið áfram að brjóta á stúlkum og konum í meira en ár áður en yfirvöld stöðvuðu hann loksins. Einn yfirmanna FBI sem hafði málið á sinni könnu falaðist meðal annars eftir aðstoð forseta fimleikasambandsins til að fá vinnu og laug síðan um það. Lögmennirnir sem krefja alríkislögregluna bóta segja að stefnendurnir séu um níutíu talsins. Auk Biles eru þar fimleikastjörnur eins og Aly Raisman og McKayla Maroney sem báðar unnu til gullverðlauna á Ólympíuleikum, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ef FBI hefði staðið sig í stykkinu hefði Nassar verið stöðvaðar áður en hann fékk tækifæri til að mosnota hundruð stúlkna, þar á meðal mig,“ sagði Samantha Roy, fyrrverandi fimleikakona við Michigan-háskóla. Alríkislögreglan hefur sex mánuði til þess að bregðast við kröfunni. Bandaríska dómsmálaráðuneytið ákvað fyrir skömmu að það ætlaði ekki að sækja fyrrverandi fulltrúa alríkislögreglunnar til saka fyrir klúðrið við rannsóknina á Nassar. Mál Larry Nassar Bandaríkin Fimleikar Tengdar fréttir Ákæra ekki lögreglumenn sem klúðruðu máli Nassar Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar ekki að ákæra alríkislögreglumenn sem eru sakaðir um að hafa klúðrað rannsókn á stórfelldum kynferðisbrotum fyrrverandi læknis bandaríska fimleikalandsliðsins. 27. maí 2022 10:22 380 milljónir dala í bætur til fórnarlamba Larrys Nassar Bandaríska fimleikasambandið hefur komist að samkomulagi við nokkur hundruð kvenna sem misnotaðar voru af Larry Nassar, lækni sambandsins, um greiðslu alls 380 milljóna dala, um 50 milljarða króna, í skaðabætur. 14. desember 2021 07:43 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Nassar situr nú í jafngildi lífstíðarfangelsis fyrir kynferðisbrot gegn fjölda fimleikastúlkna og kvenna. Brotin framdi hann í starfi sínu sem læknir bandaríska fimleikasambandsins og Háskólans í Michigan. FBI fékk upplýsingar um brot Nassar árið 2015 en aðhafðist ekkert. Nassar gat því haldið áfram að brjóta á stúlkum og konum í meira en ár áður en yfirvöld stöðvuðu hann loksins. Einn yfirmanna FBI sem hafði málið á sinni könnu falaðist meðal annars eftir aðstoð forseta fimleikasambandsins til að fá vinnu og laug síðan um það. Lögmennirnir sem krefja alríkislögregluna bóta segja að stefnendurnir séu um níutíu talsins. Auk Biles eru þar fimleikastjörnur eins og Aly Raisman og McKayla Maroney sem báðar unnu til gullverðlauna á Ólympíuleikum, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ef FBI hefði staðið sig í stykkinu hefði Nassar verið stöðvaðar áður en hann fékk tækifæri til að mosnota hundruð stúlkna, þar á meðal mig,“ sagði Samantha Roy, fyrrverandi fimleikakona við Michigan-háskóla. Alríkislögreglan hefur sex mánuði til þess að bregðast við kröfunni. Bandaríska dómsmálaráðuneytið ákvað fyrir skömmu að það ætlaði ekki að sækja fyrrverandi fulltrúa alríkislögreglunnar til saka fyrir klúðrið við rannsóknina á Nassar.
Mál Larry Nassar Bandaríkin Fimleikar Tengdar fréttir Ákæra ekki lögreglumenn sem klúðruðu máli Nassar Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar ekki að ákæra alríkislögreglumenn sem eru sakaðir um að hafa klúðrað rannsókn á stórfelldum kynferðisbrotum fyrrverandi læknis bandaríska fimleikalandsliðsins. 27. maí 2022 10:22 380 milljónir dala í bætur til fórnarlamba Larrys Nassar Bandaríska fimleikasambandið hefur komist að samkomulagi við nokkur hundruð kvenna sem misnotaðar voru af Larry Nassar, lækni sambandsins, um greiðslu alls 380 milljóna dala, um 50 milljarða króna, í skaðabætur. 14. desember 2021 07:43 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Ákæra ekki lögreglumenn sem klúðruðu máli Nassar Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar ekki að ákæra alríkislögreglumenn sem eru sakaðir um að hafa klúðrað rannsókn á stórfelldum kynferðisbrotum fyrrverandi læknis bandaríska fimleikalandsliðsins. 27. maí 2022 10:22
380 milljónir dala í bætur til fórnarlamba Larrys Nassar Bandaríska fimleikasambandið hefur komist að samkomulagi við nokkur hundruð kvenna sem misnotaðar voru af Larry Nassar, lækni sambandsins, um greiðslu alls 380 milljóna dala, um 50 milljarða króna, í skaðabætur. 14. desember 2021 07:43