Sara Björk hefur leikið með Lyon frá árinu 2020 en tók ákvörðun um að framlengja ekki samning sinn við félagið og söðla um. Lyon vann Meistaradeild Evrópu tvisvar, og bæði frönsku deildina og franska bikarinn einu sinni á tíma hennar þar.
#DÄBRITZ2025 pic.twitter.com/0UQ5ISfymK
— Championnes de France & d'Europe 2022 (@OLfeminin) June 8, 2022
Nafna hennar Däbritz kemur nú til með að koma í stað Söru Bjarkar á miðju Lyon en Däbritz vann frönsku deildina með PSG 2021 og franska bikarinn í vor. Däbritz hefur verið lykilleikmaður hjá þýska landsliðinu um árabil og á að baki 85 landsleiki fyrir þjóð sína. Hún var hluti af þýska liðinu sem vann EM 2013 og Ólympíuleikana 2016.
Däbritz meiddist alvarlega á hné í hitteð fyrra og frá stóran hluta þess árs. Hún kom sterk til baka og var drifkrafturinn í sóknarleik liðsins ef það vann deildina 2021, sinn fyrsta franska meistaratitil, sem batt jafnframt enda á 14 ára sigurhrinu Lyon.
Hún lék áður með Freiburg og Bayern München í heimalandinu og vann þýsku deildina með síðarnefnda liðinu árið 2016.
