Kusu í flest embætti en Alexandra og Magnús þurfa að bíða lengur Eiður Þór Árnason skrifar 7. júní 2022 17:05 Nokkur endurnýjun er í borgarstjórn Reykjavíkur eftir úrslit nýliðinna kosninga. Vísir/Vilhelm Fyrsti borgarstjórnarfundur nýs meirihluta Samfylkingarinnar, Framsókarflokks, Pírata og Viðreisnar fór fram í Ráðhúsinu í dag þar sem kosið var í hin ýmsu embætti borgarstjórnar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, var þar kjörin forseti borgarstjórnar, Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, formaður borgarráðs og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, formaður umhverfis- og skipulagsráðs. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, leiðir velferðarráð á kjörtímabilinu og Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, skóla- og frístundarráð. Skúli Helgason frá Samfylkingunni leiðir menningar-, íþrótta og tómstundarráð og Hjálmar Sveinsson innkaupa- og framkvæmdaráð. Báðir eru borgarfulltrúar Samfylkingarinnar. Kosið verður í mannréttindaráð og nýtt stafrænt ráð á næsta fundi borgarstjórnar.Vísir/Vilhelm Einnig stóð til að kjósa Magnús Norðdahl formann mannréttindaráðs og Alexöndru Briem formann nýs stafræns ráðs á fundinum í dag en því kjöri var frestað til næsta borgarstjórnarfundar. Bæði eru fulltrúar Pírata. Oddvitar flokkanna kynntu nýjan meirihluta til leiks á blaðamannafundi í gær. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, mun gegna embætti borgarstjóra út árið 2023 þegar hann skiptir við Einar og tekur við borgarráði. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Segir breytingar á forsætisnefnd vera pólitísk hrossakaup Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir því að afgreiðslu á tillögu meirihlutans um breytt hlutverk forsætisnefndar yrði frestað. Klukkan 14 hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýrrar borgarstjórnar. 7. júní 2022 15:19 Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, var þar kjörin forseti borgarstjórnar, Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, formaður borgarráðs og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, formaður umhverfis- og skipulagsráðs. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, leiðir velferðarráð á kjörtímabilinu og Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, skóla- og frístundarráð. Skúli Helgason frá Samfylkingunni leiðir menningar-, íþrótta og tómstundarráð og Hjálmar Sveinsson innkaupa- og framkvæmdaráð. Báðir eru borgarfulltrúar Samfylkingarinnar. Kosið verður í mannréttindaráð og nýtt stafrænt ráð á næsta fundi borgarstjórnar.Vísir/Vilhelm Einnig stóð til að kjósa Magnús Norðdahl formann mannréttindaráðs og Alexöndru Briem formann nýs stafræns ráðs á fundinum í dag en því kjöri var frestað til næsta borgarstjórnarfundar. Bæði eru fulltrúar Pírata. Oddvitar flokkanna kynntu nýjan meirihluta til leiks á blaðamannafundi í gær. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, mun gegna embætti borgarstjóra út árið 2023 þegar hann skiptir við Einar og tekur við borgarráði.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Segir breytingar á forsætisnefnd vera pólitísk hrossakaup Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir því að afgreiðslu á tillögu meirihlutans um breytt hlutverk forsætisnefndar yrði frestað. Klukkan 14 hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýrrar borgarstjórnar. 7. júní 2022 15:19 Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Sjá meira
Segir breytingar á forsætisnefnd vera pólitísk hrossakaup Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir því að afgreiðslu á tillögu meirihlutans um breytt hlutverk forsætisnefndar yrði frestað. Klukkan 14 hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýrrar borgarstjórnar. 7. júní 2022 15:19
Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49
Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10