Skin og skúrir færðu Sigga storm til Samfylkingarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júní 2022 13:07 Sigurður Þ. Ragnarsson er farinn úr Miðflokknum yfir í Samfylkinguna. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur hefur ákveðið að hætta í Miðflokknum og ganga til liðs við Samfylkinguna. Hann segir lífshættuleg veikindi sonar hans hafa gjörbreytt hugsun sinni. Sigurður greinir frá þessu í færslu á Facebook, þar sem hann segist standa á ákveðnum tímamótum. Sigurður var oddviti og eini bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði á síðasta kjörtímabili en náði ekki endurkjöri í nýafstöðunum bæjarstjórnarkosningum. Í færslunni vísar Sigurður til alvarlegra veikinda Árna Þórðar Sigurðssonar, sonar hans og Hólmfríðar Þórisdóttur. „Eins og margir vita lentum við hjónin í miklu áfalli þegar sonur okkar varð lífshættulega veikur mánuðum saman og sér ekki fyrir endann á. Svona áfall gjörbreytir hugsun manns og lífið og lífsgæði fara í fremsta þrep. En þó áföllin dynji yfir mann, þá verður maður líka að reyna að halda áfram,“ skrifar Sigurður. Segist hann hafa farið að spegla sig við flokkanna og fundið fyrir því að hann vildi segja manngæsku og mannlegar þarfir í fyrsta sæti, eins og hann kemst að orði. „Ég hef alltaf verið svolítið til hægri og hef haft gaman að pólitísku vafstri. Nú hef ég gert upp hug minn og ákveðið að hætta í Miðflokknum og yfirgefa hægrið. Ég hef semsagt ákveðið að færa mig yfir línuna til vinstri og ákveðið að ganga til liðs við Samfylkinguna. Þar sé ég samsvörun við það sem mér finnst öllu máli skipta, þegar öllu er á botninn hvolft, lífsgæði og velferð fólks,“ skrifar Sigurður. Segist hann vera sáttur við þessa ákvörðun og fullur tilhlökkunar til að starfa með Samfylkingunni í Hafnarfirði. Flokkurinn er þar í minnihluta eftir að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn endurnýjuðu meirihlutasamstarfs sitt. Miðflokkurinn Samfylkingin Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sonur Sigga Storms kominn úr öndunarvél Sigurður Þ. Ragnarsson borgarfulltrúi og veðurfréttamaður með meiru segir stefna í kraftaverk en syni hans hefur verið haldið sofandi í tvo og hálfan mánuð vegna alvarlegrar líffærabilunar. 14. mars 2022 11:31 Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira
Sigurður greinir frá þessu í færslu á Facebook, þar sem hann segist standa á ákveðnum tímamótum. Sigurður var oddviti og eini bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði á síðasta kjörtímabili en náði ekki endurkjöri í nýafstöðunum bæjarstjórnarkosningum. Í færslunni vísar Sigurður til alvarlegra veikinda Árna Þórðar Sigurðssonar, sonar hans og Hólmfríðar Þórisdóttur. „Eins og margir vita lentum við hjónin í miklu áfalli þegar sonur okkar varð lífshættulega veikur mánuðum saman og sér ekki fyrir endann á. Svona áfall gjörbreytir hugsun manns og lífið og lífsgæði fara í fremsta þrep. En þó áföllin dynji yfir mann, þá verður maður líka að reyna að halda áfram,“ skrifar Sigurður. Segist hann hafa farið að spegla sig við flokkanna og fundið fyrir því að hann vildi segja manngæsku og mannlegar þarfir í fyrsta sæti, eins og hann kemst að orði. „Ég hef alltaf verið svolítið til hægri og hef haft gaman að pólitísku vafstri. Nú hef ég gert upp hug minn og ákveðið að hætta í Miðflokknum og yfirgefa hægrið. Ég hef semsagt ákveðið að færa mig yfir línuna til vinstri og ákveðið að ganga til liðs við Samfylkinguna. Þar sé ég samsvörun við það sem mér finnst öllu máli skipta, þegar öllu er á botninn hvolft, lífsgæði og velferð fólks,“ skrifar Sigurður. Segist hann vera sáttur við þessa ákvörðun og fullur tilhlökkunar til að starfa með Samfylkingunni í Hafnarfirði. Flokkurinn er þar í minnihluta eftir að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn endurnýjuðu meirihlutasamstarfs sitt.
Miðflokkurinn Samfylkingin Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sonur Sigga Storms kominn úr öndunarvél Sigurður Þ. Ragnarsson borgarfulltrúi og veðurfréttamaður með meiru segir stefna í kraftaverk en syni hans hefur verið haldið sofandi í tvo og hálfan mánuð vegna alvarlegrar líffærabilunar. 14. mars 2022 11:31 Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira
Sonur Sigga Storms kominn úr öndunarvél Sigurður Þ. Ragnarsson borgarfulltrúi og veðurfréttamaður með meiru segir stefna í kraftaverk en syni hans hefur verið haldið sofandi í tvo og hálfan mánuð vegna alvarlegrar líffærabilunar. 14. mars 2022 11:31
Sonur Sigga storms berst fyrir lífi sínu á gjörgæslu Árna Þórði, syni Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Hólmfríðar Þórisdóttur, hefur verið haldið sofandi nú í viku í öndunarvél vegna alvarlegrar líffærabilunar. Veikindi Árna Þórðar hafa ekkert með Covid að gera. 27. desember 2021 11:28