Innlent

Bein út­sending: Fyrsti fundur nýrrar borgar­stjórnar

Atli Ísleifsson skrifar
Ráðhúsið við Reykjavíkurtjörn.
Ráðhúsið við Reykjavíkurtjörn. Vísir/Vilhelm

Ný borgarstjórn Reykjavíkur kemur saman til fundar í Ráðhúsinu klukkan 14 í dag. Um er að ræða fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar sem kjörin var í borgarstjórnarkosningunum þann 14. maí síðastliðinn.

Oddvitar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar kynntu nýtt meirihlutasamstarf í gær þar sem meðal annars var tilkynnt að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, myndi áfram gegna embætti borgarstjóra út árið 2023. Í ársbyrjun 2024 myndi svo Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins taka við embættinu og gegna út kjörtímabilið.

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.

Eftirfarandi náðu kjöri í borgarstjórn:

  • Einar Þorsteinsson (B)
  • Árelía Eydís Guðmundsdóttir (B)
  • Magnea Gná Jóhannsdóttir (B)
  • Aðalsteinn Haukur Sverrisson (B)
  • Þórdís Lóa Þórhallsdóttir (C)
  • Hildur Björnsdóttir (D)
  • Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir (D)
  • Kjartan Magnússon (D)
  • Marta Guðjónsdóttir (D)
  • Björn Gíslason (D)
  • Friðjón R. Friðjónsson (D)
  • Kolbrún Baldursdóttir (F)
  • Sanna Magdalena Mörtudóttir (J)
  • Trausti Breiðfjörð Magnússon (J)
  • Dóra Björt Guðjónsdóttir (P)
  • Alexandra Briem (P)
  • Magnús Davíð Norðdahl (P)
  • Dagur B. Eggertsson (S)
  • Heiða Björg Hilmisdóttir (S)
  • Skúli Þór Helgason (S)
  • Sabine Leskopf (S)
  • Hjálmar Sveinsson (S)
  • Líf Magneudóttir (V)

Dagskrá fundarins:

  • 1. Greinargerð yfirkjörstjórnar Reykjavíkur um úrslit borgarstjórnarkosninga 14. maí 2022
  • 2. Kosning forseta borgarstjórnar til eins árs og fjögurra varaforseta
  • 3. Kosning borgarstjóra
  • 4. Kosning tveggja skrifara til eins árs og tveggja til vara
  • 5. Kosning fimm varamanna í forsætisnefnd
  • 6. Kosning sjö borgarráðsfulltrúa til eins árs og sjö til vara
  • 7. Kosning sjö manna í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð til fjögurra ára og sjö til vara; formannskjör
  • 8. Kosning sjö manna í menningar-, íþrótta- og tómstundaráð til fjögurra ára og sjö til vara; formannskjör
  • 9. Kosning sjö manna í skipulags- og samgönguráð til fjögurra ára og sjö til vara; formannskjör
  • 10. Kosning sjö manna í skóla- og frístundaráð til fjögurra ára og sjö til vara; formannskjör
  • 11. Kosning sjö manna í umhverfis- og heilbrigðisráð til fjögurra ára og sjö til vara; formannskjör
  • 12. Kosning sjö manna í velferðarráð til fjögurra ára og sjö til vara; formannskjör
  • 13. Kosning eins manns í almannavarnarnefnd til fjögurra ára og tveggja til vara
  • 14. Kosning þriggja manna í endurskoðunarnefnd til fjögurra ára og þriggja til vara; formannskjör
  • 15. Kosning þriggja manna í aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks til fjögurra ára og þriggja til vara; formannskjör
  • 16. Kosning tveggja manna í fjölmenningarráð til fjögurra ára og tveggja til vara; formannskjör
  • 17. Kosning þriggja manna í íbúaráð Árbæjar og Norðlingaholts til fjögurra ára og þriggja til vara; formannskjör
  • 18. Kosning þriggja manna í íbúaráð Breiðholts til fjögurra ára og þriggja til vara;
  • formannskjör
  • 19. Kosning þriggja manna í íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals til fjögurra ára og þriggja til vara; formannskjör
  • 20. Kosning þriggja manna í íbúaráð Grafarvogs til fjögurra ára og þriggja til vara; formannskjör
  • 21. Kosning þriggja manna í íbúaráð Háaleitis og Bústaða til fjögurra ára og þriggja til vara; formannskjör
  • 22. Kosning þriggja manna í íbúaráð Kjalarness til fjögurra ára og þriggja til vara; formannskjör
  • 23. Kosning þriggja manna í íbúaráð Laugardals til fjögurra ára og þriggja til vara; formannskjör
  • 24. Kosning þriggja manna í íbúaráð Miðborgar og Hlíða til fjögurra ára og þriggja til vara; formannskjör
  • 25. Kosning þriggja manna í íbúaráð Vesturbæjar til fjögurra ára og þriggja til vara; formannskjör
  • 26. Kosning fimm manna í innkaupa- og framkvæmdaráð til fjögurra ára og fimm til vara; formannskjör
  • 27. Kosning þriggja manna í kjaranefnd til fjögurra ára og þriggja til vara; formannskjör
  • 28. Kosning þriggja manna í ofbeldisvarnarnefnd til fjögurra ára og þriggja til vara; formannskjör
  • 29. Kosning þriggja manna í yfirkjörstjórn Reykjavíkur og þriggja til vara
  • 30. Kosning þriggja manna í öldungaráð til fjögurra ára og þriggja til vara; formannskjör
  • 31. Kosning í barnaverndarnefnd
  • 32. Framlagning og undirritun siðareglna kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg
  • 33. Fundargerð borgarráðs frá 5. maí
  • - 15. liður; Starmýri – deiliskipulag – breyting
  • - 27. liður; Einarsnes – úthlutun lóðar og sala byggingarréttar
  • Fundargerð borgarráðs frá 25. maí


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×