Hann virðist hafa beðið hennar í íslensku náttúrunni og sjálfur setti hann inn færslu með skilaboðunum „Guði sé lof að hún sagði já“.


Jökull Júlíusson söngvari Kaleo og kærasta hans til margra ára Telma Fanney Magnúsdóttir eru trúlofuð. Samkvæmt færslu frá Telmu á Instagram var stóra spurningin borin upp þann 24. maí og var svarið við henni auðvelt fyrir hana, já.
Hann virðist hafa beðið hennar í íslensku náttúrunni og sjálfur setti hann inn færslu með skilaboðunum „Guði sé lof að hún sagði já“.
Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum.
Í gærkvöldi komu þeir Jökull Júlíusson og Þorleifur Gaukur Davíðsson fram í þættinum Late Night með Seth Meyers.
Sveitin Kaleo hefur sent frá sér tvö ný lög sem voru birt á YouTube síðu sveitarinnar rétt í þessu.