Lífið

Kaleo kom fram í þætti Seth Meyers og það á Elliðavatni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þorleifur á munnhörpunni og Jökull á gítar. 
Þorleifur á munnhörpunni og Jökull á gítar. 

Í gærkvöldi komu þeir Jökull Júlíusson og Þorleifur Gaukur Davíðsson fram í þættinum Late Night með Seth Meyers. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kaleo kemur fram í þættinum og hefur hljómsveitin spilað í flestum stóru spjallþáttunum vestanhafs. 

Hins vegar eru þættirnir flestir teknir upp á annan hátt þessa dagana og hafa tónlistaratriðin í þáttunum verið með óhefðbundnu sniði.

Lagið sem var flutt í gærkvöldi heitir Break My Baby og kom út fyrr á árinu. Myndbandið var tekið upp á árabát á Elliðavatni í góðu veðri á dögunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.