Erlent

Líf sænsku stjórnarinnar í húfi í atkvæðagreiðslu um vantraust

Kjartan Kjartansson skrifar
Morgan Johansson, dómsmála- og innanríkisráðherra Svíþjóðar, þarf að treysta á að óháður þingmaður sitji hjá við atkvæðagreiðsluna í dag.
Morgan Johansson, dómsmála- og innanríkisráðherra Svíþjóðar, þarf að treysta á að óháður þingmaður sitji hjá við atkvæðagreiðsluna í dag. Vísir/EPA

Úrslit atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hendur dómsmálaráðherra Svíþjóðar sem fer fram í sænska þinginu í dag gætu ráðið örlögum ríkisstjórnar Magdalenu Anderson forsætisráðherra. Útlit er fyrir að ráðherrann standi tillöguna af sér naumlega.

Anderson hefur lýst því yfir að hún ætli að segja af sér ef þingið lýsir vantrausti á Morgan Johansson, dóms- og innanríkismálaráðherra í dag. Tillaga þess efnis var lögð fram vegna viðbragða Johansson við hrinu skotárása í landinu. Atkvæðagreiðslan fer fram í hádeginu.

Svo virðist sem að Johansson standi vantraustið af sér. Útlit er fyrir að úrslitin ráðist á einu atkvæði Amineh Kakabaveh, óháðs þingmanns. Hún sagði í morgun að hún ætlaði að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. Standi hún við það og atkvæðagreiðslan fer að öðru leyti eftir flokkslínum er Johansson borgið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×