Fótbolti

Skipuleggja leik við Sáda

Valur Páll Eiríksson skrifar
Karlalandslið Íslands mætir Sádum í vetur.
Karlalandslið Íslands mætir Sádum í vetur. Ahmad Mora/Getty Images

Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti í dag um fyrirhugaðan landsleik íslenska karlalandsliðsins við Sádí-Arabíu í nóvember. Leikurinn verður hluti af undirbúningi þeirra fyrir HM í Katar.

Sádar fögnuðu sigri í B-riðli í forkeppni Asíu fyrir HM sem kláraðist í mars og tryggðu þannig sæti sitt á HM. Liðið verður á HM annað mótið í röð en það féll út í riðlakeppninni í Rússlandi 2018.

Áður komust Sádar á HM fjögur mót í röð frá 1994 til 2006, en komust ekki á mótin 2010 og 2014.

Ísland mun mæta Sádum í Abú Dhabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 6. nóvember næst komandi. Fyrsti leikur Sáda á HM er gegn Argentínu þann 22. nóvember en einnig deila þeir riðli með Mexíkó og Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×