„Áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júní 2022 07:01 Hjól Margeirs er illa farið eftir ökuníðinginn sem keyrði á hann og flúði svo. Samsett Á leið niður Laugaveginn á hjóli á laugardagskvöld lenti Margeir Steinar Ingólfsson í því að ökumaður ók aftan á hann með þeim afleiðingum að Margeir féll til jarðar og hjól hans kastaðist eftir götunni. Í kjölfarið ók ökumaðurinn yfir hjól Margeirs, brunaði niður göngugötu og flúði af vettvangi. Margeir Ingólfsson, betur þekktur sem DJ Margeir, segir ekki rétt að tala um atvikið sem slys, eins og fréttamiðlar hafa lýst því, heldur sé þetta „ekkert nema líkamsárás, sem hefði getað endað mun verr“. Hann segir gjörning ökumannsins „gjörsamlega galinn“ og hann hafi þegar kært viðkomandi til lögreglunnar. Blaðamaður hringdi í Margeir sem lýsti atvikinu og eftirmálum þess. Lífshættulegur pirringur „Ég var bara að hjóla úr sundi niður Laugaveginn í rólegheitunum og var að hjóla á milli tveggja bíla. Svo heyri ég að bíllinn gefur í fyrir aftan mig en pældi ekkert frekar í því. En þetta virtist vera vottur um einhvern pirring,“ segir Margeir um aðdragandann að atvikinu. „Og áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig. Ég næ einhvern veginn að stökkva af hjólinu sem kastast áfram eftir götunni,“ segir hann. Eftir áreksturinn ætlaði Margeir að ræða við bílstjórann til að komast að því hvað hann hefði verið að hugsa. Æsingur bílstjórans hafi ekki skilað honum neitt lengra enda væru bara fimm metrar í skottið á næsta bíl. Keyrði yfir hjólið og flúði svo niður göngugötu „Þegar ég geng upp að bílnum til að ræða við hann þá brunar hann af stað, keyrir yfir hjólið og ætlar að stinga af. Hann nær hins vegar ekki beygja til hægri, niður Frakkastíginn, af því það er svo mikið af bílum og ákveður frekar að bruna niður göngugötuna. Og stakk þannig af,“ segir Margeir um viðbrögð ökumannsins. Korteri seinna hafi lögreglan komið á vettvang, segir Margeir. Hún hafi tekið málinu alvarlega, rætt við Margeir, tekið niður númerið á bílnum og fengið lýsingu á atvikinu. Síðar hafi hann fengið hringingu frá lögreglunni, honum tjáð að málið væri til rannsóknar og hann þyrfti ekki að kæra málið sjálfur. Málið væri því komið í góðan farveg. Að lokum sagði Margeir um atvikið að sér fyndist þetta vera „algjörlega galinn gjörningur“ og það hefði getað farið miklu verr. Jafnframt minntist hann á að að pirringur ökumanna gagnvart hjólreiðamönnum virtist vera að aukast. Samgönguslys Hjólreiðar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira
Margeir Ingólfsson, betur þekktur sem DJ Margeir, segir ekki rétt að tala um atvikið sem slys, eins og fréttamiðlar hafa lýst því, heldur sé þetta „ekkert nema líkamsárás, sem hefði getað endað mun verr“. Hann segir gjörning ökumannsins „gjörsamlega galinn“ og hann hafi þegar kært viðkomandi til lögreglunnar. Blaðamaður hringdi í Margeir sem lýsti atvikinu og eftirmálum þess. Lífshættulegur pirringur „Ég var bara að hjóla úr sundi niður Laugaveginn í rólegheitunum og var að hjóla á milli tveggja bíla. Svo heyri ég að bíllinn gefur í fyrir aftan mig en pældi ekkert frekar í því. En þetta virtist vera vottur um einhvern pirring,“ segir Margeir um aðdragandann að atvikinu. „Og áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig. Ég næ einhvern veginn að stökkva af hjólinu sem kastast áfram eftir götunni,“ segir hann. Eftir áreksturinn ætlaði Margeir að ræða við bílstjórann til að komast að því hvað hann hefði verið að hugsa. Æsingur bílstjórans hafi ekki skilað honum neitt lengra enda væru bara fimm metrar í skottið á næsta bíl. Keyrði yfir hjólið og flúði svo niður göngugötu „Þegar ég geng upp að bílnum til að ræða við hann þá brunar hann af stað, keyrir yfir hjólið og ætlar að stinga af. Hann nær hins vegar ekki beygja til hægri, niður Frakkastíginn, af því það er svo mikið af bílum og ákveður frekar að bruna niður göngugötuna. Og stakk þannig af,“ segir Margeir um viðbrögð ökumannsins. Korteri seinna hafi lögreglan komið á vettvang, segir Margeir. Hún hafi tekið málinu alvarlega, rætt við Margeir, tekið niður númerið á bílnum og fengið lýsingu á atvikinu. Síðar hafi hann fengið hringingu frá lögreglunni, honum tjáð að málið væri til rannsóknar og hann þyrfti ekki að kæra málið sjálfur. Málið væri því komið í góðan farveg. Að lokum sagði Margeir um atvikið að sér fyndist þetta vera „algjörlega galinn gjörningur“ og það hefði getað farið miklu verr. Jafnframt minntist hann á að að pirringur ökumanna gagnvart hjólreiðamönnum virtist vera að aukast.
Samgönguslys Hjólreiðar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Sjá meira