„Hér ætlum við að vera næstu 100 ár“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2022 10:01 Íþróttamiðstöð Fram er með glæsileg í alla staði. Stöð 2 „Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal er einhver glæsilegasta íþróttaðstaða Reykjavíkur og landsins. Þetta mun gjörbylta allri aðstöðu félagsins,“ sagði íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson (Gaupi) um magnaða aðstöðu Fram. Gaupi fór á stúfana og tók út nýja íþróttaaðstöðu Fram sem er loksins að verða tilbúin. Ræddi hann við Sigurð Inga Tómasson, formann félagsins, en hann man tímanna tvenna. „Allt til alls hér og hér er framtíðarsvæði. Hér ætlum við að vera næstu 100 ár,“ sagði Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Tómasson, formaður Fram.Stöð 2 „Við erum að fara úr 3400 fermetra húsi í 7800 fermetra hús. Við erum með miklu fleiri velli, tvo gervigrasvelli og þrjá grasvelli. Þetta er allt önnur aðstaða.“ „Við komum fyrir fleiri en 1500 manns, það er hægt að hafa stæði fyrir aftan stúkuna ef það er fullt. Það eru svo sem almennt ekki fleiri en 1500 á leikjum en það vonandi verður,“ sagði formaður Fram um stúku fótboltavallar félagsins. „Þetta er flottasti handboltasalur á Íslandi fullyrði ég. Bjartur og flottur.“ Fyrir íþróttamenn félagsins er ljóst að breytingin verður mikil. Að flytja úr Safamýrinni í þessa nýju íþróttamiðstöð félagsins enda jafnast aðstaðan á við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Breyttir tímar „Við sem munum eftir Skipholtinu upplifum þetta sem stórkostlega tíma, það er enginn vafi.“ „Það er ætlunin, veltur á því hvað Reykjavíkurborg gerir. Hún er búin að svíkja okkur hvað eftir annað með þann íbúafjölda sem átti hér upphaflega að vera. Svo verðum við bara að sækja í okkur veðrið og sækja þá iðkendur eitthvað annað. Vera bara betri en önnur félög,“ sagði Sigurður Ingi aðspurður hvort Fram gæti nú tekið skref fram á við þökk sé aðstöðu félagsins. Safamýrinnar verður sárt saknað „Þetta er eins og þegar þú flytur á milli heimila. Þú saknar staðarins sem þú varst á. Það er ekki söknuður í þeim skilningi að við erum að gjörbylta aðstöðunni en það er búið að fara vel um okkur þar í fimmtíu ár,“ sagi Sigurður Ingi að endingu. Íþróttamiðstöð Fram verður formlega vígð eftir miðja júní. Fyrsti heimaleikur félagsins verður 18. júní þegar Fram mætir KH í 2. deild kvenna í fótbolta. Þann 20. júní mætir svo ÍBV og vígir völlinn í Bestu deild karla. Klippa: Glæsileg íþróttamiðstöð Fram Fótbolti Handbolti Fram Reykjavík Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Sjá meira
Gaupi fór á stúfana og tók út nýja íþróttaaðstöðu Fram sem er loksins að verða tilbúin. Ræddi hann við Sigurð Inga Tómasson, formann félagsins, en hann man tímanna tvenna. „Allt til alls hér og hér er framtíðarsvæði. Hér ætlum við að vera næstu 100 ár,“ sagði Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Tómasson, formaður Fram.Stöð 2 „Við erum að fara úr 3400 fermetra húsi í 7800 fermetra hús. Við erum með miklu fleiri velli, tvo gervigrasvelli og þrjá grasvelli. Þetta er allt önnur aðstaða.“ „Við komum fyrir fleiri en 1500 manns, það er hægt að hafa stæði fyrir aftan stúkuna ef það er fullt. Það eru svo sem almennt ekki fleiri en 1500 á leikjum en það vonandi verður,“ sagði formaður Fram um stúku fótboltavallar félagsins. „Þetta er flottasti handboltasalur á Íslandi fullyrði ég. Bjartur og flottur.“ Fyrir íþróttamenn félagsins er ljóst að breytingin verður mikil. Að flytja úr Safamýrinni í þessa nýju íþróttamiðstöð félagsins enda jafnast aðstaðan á við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Breyttir tímar „Við sem munum eftir Skipholtinu upplifum þetta sem stórkostlega tíma, það er enginn vafi.“ „Það er ætlunin, veltur á því hvað Reykjavíkurborg gerir. Hún er búin að svíkja okkur hvað eftir annað með þann íbúafjölda sem átti hér upphaflega að vera. Svo verðum við bara að sækja í okkur veðrið og sækja þá iðkendur eitthvað annað. Vera bara betri en önnur félög,“ sagði Sigurður Ingi aðspurður hvort Fram gæti nú tekið skref fram á við þökk sé aðstöðu félagsins. Safamýrinnar verður sárt saknað „Þetta er eins og þegar þú flytur á milli heimila. Þú saknar staðarins sem þú varst á. Það er ekki söknuður í þeim skilningi að við erum að gjörbylta aðstöðunni en það er búið að fara vel um okkur þar í fimmtíu ár,“ sagi Sigurður Ingi að endingu. Íþróttamiðstöð Fram verður formlega vígð eftir miðja júní. Fyrsti heimaleikur félagsins verður 18. júní þegar Fram mætir KH í 2. deild kvenna í fótbolta. Þann 20. júní mætir svo ÍBV og vígir völlinn í Bestu deild karla. Klippa: Glæsileg íþróttamiðstöð Fram
Fótbolti Handbolti Fram Reykjavík Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Sjá meira