Fótbolti

„Stoltur af því sem liðið gerði í Ísrael“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson. Vísir/Sigurjón

Ísak Bergmann Jóhannesson var í leikbanni þegar Ísland gerði jafntefli við Ísrael í Þjóðadeildinni í fótbolta á dögunum en hann kemur inn í hópinn fyrir leikinn gegn Albaníu á Laugardalsvelli á morgun.

Ísak ræddi við fréttastofu og gaf sitt álit á frammistöðu Íslands gegn Ísrael.

„Ótrúlega stoltur af því sem liðið gerði úti. Hákon (Arnar Haraldsson) sérstaklega var mjög góður og margir sem áttu mjög góðan leik. Það er gaman að sjá skrefin sem við erum að taka og þessi leikur í Ísrael var mjög flottur,“ segir Ísak Bergmann.

„Mér fannst við stjórna leiknum. Þeir fá nokkur færi í lokin en við vorum mjög rólegir á boltanum og Höddi (Hörður Björgvin) með frábærar sendingar úr vörninni. Við hefðum getað byrjað leikinn betur.“

Býst hann við að koma inn í liðið gegn Albönum?

„Það er eitthvað sem er undir þjálfurunum komið. Ég geri mig bara kláran í að spila.“

Viðtalið við Ísak í heild má sjá í spilaranum neðst í fréttinni.

Klippa: Ísak Bergmann: Mjög flottur leikur við Ísrael

Tengdar fréttir

„Held það sé eini staðurinn sem maður getur svarað gagn­rýni“

„Ég var alveg klár og undirbúinn í þetta. Þakklátur fyrir traustið sem ég fékk því það er ekki eins og ég hafi verið að koma úr mínu besta tímabili,“ sagði Arnór Sigurðsson aðspurður út í byrjunarliðssæti sitt í leik Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×